Áskell Löve (20. október 191629. maí 1994) var íslenskur kerfis-grasafræðingur og erfðafræðingur. Rannsóknir Áskels beindust fyrst og fremst að flóru Norðurslóða[2]mosum, æðplöntum og háplöntum. Hann með konu sinni Doris var fyrsti rannsakandinn sem gaf til kynna fjölda litninga fyrir hverja tegund sem vex á Íslandi.

Áskell Löve
Fæðingardagur20. október 1916
FæðingarstaðurÍsafjörður
MakiDoris Löve
Dánardagur29. maí 1994
DánarstaðurSan Jose (Kalifornía, Bandaríkin)
Starfkerfis-grasafræðingur, erfðafræðingur
VerðlaunGuggenheim fellow (1963)[1]

Æviágrip

breyta

Áskell fæddist á Ísafirði. Hann nam grasafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð frá 1937. Hann giftist samnemanda sínum Doris (þá Doris Wahlén) og unnu þau saman að flestum verkum hans. Hann lauk doktorsprófi árið 1942 í grasafræði og D.Sc. gráðu í erfðafræði árið eftir. Frá 1941 til 1945 vann hann sem rannsakandi við Háskólann í Lundi og erfðafræðingur við Háskóla Íslands.

Árið 1951 flutti hann til Norður-Ameríku þar sem hann hóf störf sem dósent í grasafræði við háskólann í Manitoba (Winnipeg). Síðan 1951 hann starfaði sem prófessor við Montreal háskóla í Kanada. Svo komst hann til Bandaríkjanna og var prófessor í líffræði og formaður líffræðideildar við háskólann í Boulder (Colorado) frá 1964 til 1976. Árið 1974 neyddist Áskell til að segja af sér (líklega vegna póltískra ofsókna[3]) og síðan 1976 flytja til í San Jose (Kalifornía).

Áskell var sérstaklega áhugasamur um fjölda litninga í plöntum, og birti margar greinar á því sviði.[4][5][6][7][8][9]


Áskell birti líka greinar um þróun plantna frá fræðilegum sjónarhóli, t.d. The biological species concept and its evolutionary structure.[10]

Meðal þekktra nemenda hans voru Brij Mohan Kapoor, Hugh Bollinger og Bill Weber.

 
Íslenzkar jurtir. 1945

Áskell var höfundur 12 bóka og yfir 1400 ritgerða. Þekktastar eru tvær bækur um Flóru Íslands, myndskreyttar af norska listamanninum Dagny Tande Lid Dagny Tande Lid (1903–1998):

  • Íslenskar jurtir. — 1945. Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
  • Íslenzk ferðaflóra. — 1970. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Íslenzk ferðaflóra. — 1977. 2. útgáfa. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Flora of Iceland. — 1983. Almenna bókafélagið, Reykjavík.(á en.)

Önnur helstu vísindarit hans:

  • Cyto-genetic studies in Rumex. // Botaniske Notiser. — 1940.(Á sæn.)
  • Études cytogénétiques géographique-systématique du Rumex subgenus Acetosella. // Botaniske Notiser. — 1941.(Á sæn.)
  • Cyto-ecological investigations on Cakile (Their Studies on the origin of the Icelandic flora). — 1947.(á en.)
  • Studies on Bryoxiphium. — 1953.(á en.)
  • Cytotaxonomical conspectus of the Icelandic flora. // Acta Horti Gotoburgensis. — 1956.(á en.)
  • Origin of the Arctic flora. — 1959.(á en.)
  • Taxonomic remarks on some American alpine plants. // University of Colorado studies. — 1965.(á en.)

Sameiginleg vísindarit með konu sinni Doris Löve:

  • Chromosome numbers of northern plant species. — 1948.(á en.)
  • The geobotanical significance of polyploidy: 1. Polyploidy and latitude. — 1949.(á en.)
  • North Atlantic Biota and Their History. — 1963.(á en.)
  • Cytotaxonomy of the Alpine Vascular Plants of Mount Washington. // University of Colorado Studies. Series in Biology, No. 24. — 1966.(á en.)
  • Cytotaxonomical Atlas of the Slovenian Flora. — 1974.(á en.)
  • Plant Chromosomes. — 1975.(á en.)
  • Cytotaxonomical Atlas of the Arctic Flora. — 1975.(á en.)
 
Pilosella islandica Á.Löve — Íslandsfífill er fíflategundin sem Áskell lýsti.

Staðlaða höfundarstyttingin Á.Löve er notuð til að tilgreina hann sem höfund þegar vitnað er í grasafræði og um 1370 nöfn gefin út af Áskeli Löve.[11]

Nokkur latnesk heiti plantna (af meira en 1370) sem hann lýsti:[12]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Áskell Löve“. www.gf.org (enska). John Simon Guggenheim Memorial Foundation. Sótt 18. febrúar 2021.
  2. Morgunblaðið. 2. júní 1994
  3. Doris Löve, née Wahlén (febrúar 1997). „Family History“ (PDF). Hunt Institute for Botanical Documentation. bls. 86–88.
  4. Löve, Á.; Löve, D. (1956). „Cytotaxonomical conspectus of the Icelandic flora“. Acta Horti Gotoburgensis. 20 (4): 65–290.
  5. Löve, Á.; Löve, D. (1961). Chromosome numbers of central and northwest European plant species. Opera Botanica. 5. árgangur. Stockholm: Almqvist & Wiksell. bls. 1–581.
  6. Löve, Á.; Löve, D. (1966). Cytotaxonomy of the alpine vascular plants of Mount Washington. University of Colorado Studies. Series of Biology No. 24. Boulder: University of Colorado. bls. 1–75.
  7. Löve, Á.; Löve, D. (1974). Cytotaxonomical atlas of the Slovenian flora. Cytotaxonomical Atlases vol. 1. Vaduz: J. Cramer. bls. 1241.
  8. Löve, Á.; Löve, D. (1975). Cytotaxonomical atlas of the Arctic flora. Cytotaxonomical Atlases vol. 2. Vaduz: J. Cramer. bls. 598.
  9. Löve, Á.; Löve, D.; Pichi-Sermolli, R. E. G. (1977). Cytotaxonomical atlas of the Pteridophyta. Cytotaxonomical Atlases vol. 3. Vaduz: J. Cramer. bls. 398.
  10. Löve, Á. (1964). „The biological species concept and its evolutionary structure“. Taxon. 13 (2): 33–45. doi:10.2307/1216308. JSTOR 1216308.
  11. „Löve, Áskell (1916–1994)“. www.ipni.org (enska). International Plant Names Index. Sótt 18. febrúar 2021.
  12. „Name author Á.Löve“. www.ipni.org (enska). International Plant Names Index. Sótt 18. febrúar 2021.