Daniel „Danny“ Boyle (fæddur 20. október 1956) er enskur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi. Hann er best þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Slumdog Millionaire, 127 klukkustundir, Trainspotting og A Life Less Ordinary. Fyrir Slumdog Millionaire hlaut Boyle mörg verðlaun þar á meðal Óskarsverðlaunin fyrir besta leikstjóra. Boyle var listrænn leikstjóri Ólympíuleikanna 2012.

Danny Boyle árið 2008
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.