Norrænu sendiráðin í Berlín
Norrænu sendiráðin í Berlín eru sendiráð Íslands, Finnlands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem eru öll staðsett í Samnorrænu byggingunni í suðurenda Tiergarten í Berlín. Húsið var hannað af arkitektunum Alfred Berger og Tiina Parkkinen. Það var vígt 20. október 1999. Húsið skiptist í fimm byggingar og tengibyggingu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Norrænu sendiráðunum í Berlín.