1496
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1496 (MCDXCVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Gottskálk Nikulásson varð Hólabiskup.
- Áshildarmýrarsamþykkt var gerð.
- 12. október - Páll Jónsson sýslumaður á Skarði (f. um 1445) var drepinn á Öndverðareyri af Eiríki, syni Halldórs Ormssonar ábóta.
- Narfi Jónsson varð fyrsti príor á Skriðuklaustri.
- Árni Snæbjarnarson varð ábóti í Viðeyjarklaustri.
- Einar Benediktsson varð ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- 12. október - Páll Jónsson sýslumaður á Skarði (f. um 1445).
- Jón ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
breyta- 3. janúar - Leonardo da Vinci gerði prófanir á flugvél sem hann hafði smíðað en þær mistókust.
- 5. mars - Hinrik 7. Englandskonungur gaf út leyfi til handa John Cabot og sonum hans sem heimilaði þeim að leita ókunnra landa.
- 10. mars - Kristófer Kólumbus fór frá Hispaníólu til Spánar og lauk þar með annarri ferð hans til Vesturheims.
- 20. október - Filippus fagri, hertogi af Búrgund, giftist Jóhönnu af Kastilíu, dóttur Ferdínands af Aragóníu og Ísabellu af Kastilíu.
- Spánverjar náðu bænum Melilla á norðurströnd Afríku á sitt vald og hafa haldið honum síðan.
Fædd
- 18. mars - María Tudor, yngri systir Hinriks 8., drottning Frakklands í nokkra mánuði (kona Loðvíks 12.) (d. 1533).
- 12. maí - Gústaf Vasa Svíakonungur (d. 1560).
Dáin
- 4. mars - Sigmundur erkihertogi af Austurríki (f. 1427).
- 16. apríl - Karl 2., hertogi af Savoja (f. 1489).
- 15. ágúst - Ísabella af Portúgal, drottning Kastilíu og Leon (f. 1428).
- 7. september - Ferdínand 2., konungur Napólí (f. 1469).
- Piero del Pollaiuolo, ítalskur listmálari (f. 1443).