Rúnar Júlíusson
íslenskur tónlistarmaður (1945-2008)
Guðmundur Rúnar Júlíusson, betur þekktur sem Rúnar Júlíusson (Rúni Júl) (fæddur 13. apríl 1945, látinn 5. desember 2008) var íslenskur tónlistarmaður. Hann var bassaleikari og lék með hljómsveitinni Hljómum, Trúbrot, GCD með tónlistarmanninum Bubba Morthens og mörgum öðrum. Þá rak hann útgáfufyrirtækið Geimstein.
Dauði
breytaHann lést þann 5. desember 2008 eftir að hann hafði fengið hjartaáfall. Rúnar var að fara á svið að syngja á árlegri útgáfukynningu Geimsteins er hann hneig niður við að teygja sig í gítarinn og andaðist síðar sömu nótt.
Heimildir
breyta- Morgunblaðið 12., 14., 15. og 17. desember 2008.