Guðmundur Gunnarsson

Guðmundur Gunnarsson (f. í Reykjavík 29. október 1945) er fyrrverandi formaður Rafiðnsamband Íslands (RSÍ)

Guðmundur Gunnarsson.

Foreldrar Guðmundar eru Gunnar Guðmundsson rafvirkjameistari og Hallfríður Guðmundsdóttir. Guðmundur tók sveinspróf í rafvirkjun 1966. Hann brautskráðist sem rafiðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands 1969. Guðmundur hóf kennslu við Kennaraháskóla Íslands 1978 og var formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá 1993. Hann var varaborgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1994 – 1998, miðstjórnarmaður í Alþýðusambandi Íslands frá 1994 og formaður í Norræna rafiðnaðarsambandinu 1994 – 1996 og 2004 – 2006.

Guðmundur hefur samið fjölda kennslubóka fyrir rafiðnaðarmenn í stýringum auk margs konar annarra ritstarfa. Hann er faðir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.