Potsdamráðstefnan

Potsdamráðstefnan var leiðtogafundur sem var var haldinn í Cecilienhofkastala, heimili Vilhjálms krónprins, í Potsdam í Þýskalandi undir hernámi bandamanna frá 17. júlí til 2. ágúst 1945.[1][2] Fundinn sóttu leiðtogar Sovétríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna: Jósef Stalín aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Winston Churchill[3] og síðar Clement Attlee[4] forsætisráðherrar Bretlands og Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna.

Sitjandi frá vinstri: Clement Attlee, Harry S. Truman og Jósef Stalín. Á bak við þá standa (frá vinstri) flotaforinginn William D. Leahy og utanríkisráðherrarnir Ernest Bevin, James F. Byrnes og Vjatsjeslav Molotov.

Stalín, Churchill og Truman – ásamt Attlee, sem mætti ásamt Churchill á ráðstefnuna á meðan þeir biðu eftir niðurstöðum bresku þingkosninganna árið 1945 og tók við af Churchill sem forsætisráðherra eftir sigur Verkamannaflokksins á meðan á ráðstefnunni stóð – komu saman til að ákveða hvernig skyldi stjórna hinu sigraða Þýskalandi. Þýskaland hafði fallist á skilyrðislausa uppgjöf níu vikum fyrr, þann 8. maí. Markmiðið með ráðstefnunni var jafnframt að koma á skipulagi eftir sigur bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni, hvernig skyldi staðið að friðarsáttmálunum og hvernig skyldi bæta úr eyðileggingu stríðsins.

Á Krímráðstefnunni hafði Frökkum verið úthutað hernámssvæði í Þýskalandi og Frakkland gert að fullgildum meðlimi í stjórnarráði bandamannanna. Þó var Charles de Gaulle hershöfðingja, leiðtoga frönsku bráðabirgðastjórnarinnar, ekki boðið á Potsdamráðstefnuna. Þetta þótti Frökkum niðrandi og var þetta lengi ágreiningsmál milli þeirra og hinna bandamannaríkjanna. Ýmsar ástæður voru fyrir því að bjóða ekki Frökkum: Hinum nýlátna Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta hafði verið meinilla við de Gaulle, búist var við frekari deilumálum milli Frakka og Bandaríkjamanna varðandi franska Indókína, og Bretum og Bandaríkjamönnum þótti líklegt að markmið Frakka í lok stríðsins samræmdust ekki þeirra markmiðum.

Tilvísanir

breyta
  1. „Avalon Project - A Decade of American Foreign Policy 1941-1949 - Potsdam Conference“. Avalon.law.yale.edu. Sótt 20. mars 2013.
  2. Russia (USSR) / Poland Treaty (with annexed maps) concerning the Demarcation of the Existing Soviet-Polish State Frontier in the Sector Adjoining the Baltic Sea 5 March 1957 (retrieved from the UN Delimitation Treaties Infobase, accessed on 18 March 2002)
  3. "Potsdam-Conference" Encyclopædia Britannica
  4. „BBC Fact File: Potsdam Conference“. Bbc.co.uk. 2. ágúst 1945. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 júní 2012. Sótt 20. mars 2013.