Rodrigo Duterte

Rodrigo Duterte (fæddur 28. mars, 1945) er 16. forseti Filippseyja og tók hann við embætti árið 2016 og var kosinn með 39% atkvæða. Áður var hann borgarstjóri borgarinnar Davaó á Mindanao-eyju í 22 ár.

Rodrigo Duterte
Rodrigo Duterte and Laotian President Bounnhang Vorachith (cropped).jpg
Forseti Filippseyja
Núverandi
Tók við embætti
30. júní 2016
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. mars 1945 (1945-03-28) (76 ára)
Maasin, Leyte, Filippseyjum
ÞjóðerniFilippeyskur
StjórnmálaflokkurPDP–Laban
MakiElizabeth Zimmerman (g. 1973; skilin 2000)
Börn4
HáskóliSan Beda-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Duterte hefur verið gagnrýndur af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aftökur á fíkniefnasölum og fíkniefnaneytendum. Duterte hefur látið frá sér umdeild ummæli[1]. Á fundi ASEAN-ríkja og annarra landa kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson. Hann hefur sagst vilja drepa jafnmarga fíkla og Hitler gerði við gyðinga. [2] Duterte hefur viðurkennt að hafa myrt þrjá meinta glæpamenn þegar hann var borgarstjóri. [3]

TenglarBreyta

Morðóður forseti - Rúv.

TilvísanirBreyta

  1. Philippines President Rodrigo Duterte in quotes BBC. Skoðað 15. september, 2016
  2. Jewish leaders react to Rodrigo Duterte Holocaust remarks BBC. Skoðað 1. október, 2016.
  3. Duterte myrti þrjá sem borgarstjóri Rúv, skoðað 22. des, 2016.


Fyrirrennari:
Benigno Aquino III
Forseti Filippseyja
(30. júní 2016 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti