Tilvera, samtök um ófrjósemi

Tilvera, samtök um ófrjósemi voru stofnuð þann 19. nóvember 1989. Lög félagsins voru samþykkt á framhaldsstofnfundi þann 10. febrúar árið 1990. Stofnendur félagsins voru pör sem fóru í tæknifrjóvgun til Bourn Hall Clinic í Bretlandi.

Tilvera eru hagsmunasamtök fyrir einstaklinga og pör sem þjást af ófrjósemi og þurfa á tæknifrjóvgunum að halda. Talið er að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi en hún er skilgreind sem sjúkdómur og er þungt að bera í hljóði.

Tilvera veitir almenna fræðslu og er stuðningsnet fyrir félagsmenn og aðstandendur og er félagið opið öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. Félagið leggur metnað sinn í að veita stuðning og fræðslu til félagsmanna og berjast fyrir auknum réttindum þeirra sem geta ekki eignast barn án hjálpar, ásamt því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa áunnist. Félagið vinnur stöðugt að því að auka umræðu og skilning á ófrjósemi og vandamálum við barneignir bæði hér á Íslandi og í samstafi við önnur Evrópulönd en Tilvera er meðlimur í Fertility Europe, regnhlífarsamtök fyrir samtök um ófrjósemi í Evrópu.

Markmið félagsins

breyta

Markmið félagsins kemur skýrt fram í annarri grein laga Tilveru:

"Markmið félagsins er að vera málsvari þess fólks sem á við ófrjósemi að stríða út á við, gnvart heilbrigðisyfirvöldum og annars staðar þar sem þurfa þykir. Þá gætir félagið hagsmuna þessa hóps og skal veita almenna fræðslu um mál sem varða skjólstæðinga Tilveru á heimasíðu sinni og með öðrum leiðum eftir því sem kostur er."

Markmið félagsins er einnig að vekja athygli á ófrjósemi og þeim sorgum og sigrum sem fólk gengur í gegnum þegar það þarf að nýta sér aðstoð tækninnar til að eignast barn og nauðsyn þess að allir hafi jafnan aðgang að meðferðum og þurfi ekki frá að hverfa vegna kostnaðar.

Ófrjósemi

breyta

Þegar einstaklingur eða par hefur reynt að eignast barn í eitt ár eða meira án þess að þungun hafi orðið fellur það undir skilgreininguna á ófrjósemi. Einn af hverjum sex er í þessum sporum einhvern tíman. Skýring ófrjósemi getur legið hjá konunni, manninum, báðum einstaklingum, verið óútskýrð eða vegna félagslegrar stöðu [1].

Skýringar á ófrjósemi kvenna geta t.d. verið:

  • lokaðir eggjaleiðarar
  • legslímuflakk
  • egglosvandamál

Skýringar á ófrjósemi karlmanna geta t.d. verið:

  • hækkuð sæðistala
  • lokaðar sáðrásir
  • hormónatruflanir
  • ónæmisfræðilegir þættir (mótefni gegn eigin sáðfrumum)

Aldur ásamt áhrifum lífsstíls svo sem yfirvikt, undirvikt, stress, reykingar og áfengi hafa líka áhrif. Stundum finnast ekki ástæður ófrjóseminnar og er þá talað um óútskýrða ófrjósemi.

Ófrjósemi og andleg líðan

breyta

Ófrjósemi hefur í för með sér gríðarlegt andlegt álag. Allir þekkja pressuna sem er á ungu fólki um að finna sér maka, giftast og eignast börn í fyllingu tímans. Því miður eru ekki allir svo heppnir að geta látið þennan draum rætast án aðstoðar tækninnar og veruleiki fólks á barnaeignaraldri sem við þeim blasir er oft á tíðum erfið

þrautaganga vonar og vonbrigða.

Ófrjósemi er sjúkdómur sem hefur mikið álag í för með sér, bæði andlega, líkamlega og fjárhagslega en tæknifrjóvgunarmeðferðir eru oft eina leið fólks til þess að reyna að eignast barn.

Starfssemi félagsins

breyta

Félagið stendur reglulega fyrir fræðslum sem félagsmenn fá frían aðgang að. Félagsmönnum stendur til boða frí símaráðgjöf við sálfræðing einu sinni í mánuði.

Haldnir eru kaffihúsafundir mánaðlega fyrir félagsmenn þar sem skapast góður vetvangur til að hitta aðra í sömu sporum. Sumargrill er haldið á hverju sumri þar sem boðið er upp á veitingar. Allir félagsmenn eru velkomnir á þessa viðburði sama hvar þeir eru í staddir í barneignabaráttu sinni.

Styrktarsjóður Tilveru

breyta

Styrktarsjóður Tilveru var stofnaður árið 2017 í þeim tilgangi að styrkja félagsmenn, einstaklinga og pör, sem eiga ekki rétt á niðurgreiðslu í glasa- eða smásjármeðferðum. Styrkveitingar eru auglýstar reglulega og geta fullgildir meðlimir félagsins sótt um samkvæmt leiðbeiningum hverju sinni.

Heimildir

breyta

Livio Reykjavík. (e.d.). Meðferðir. Livio Reykjavík. https://livio.is/livio-reykjavik/medferdir/

Tilvera, samtök um ófrjósemi. (e.d.). Saga Tilveru. Tilvera, samtök um ófrjósemi. https://www.tilvera.is/saga-tilveru.html

Tengt efni

breyta

www.tilvera.is

www.livio.is

www.fertilityeurope.com

www.eshre.eu

  1. Livio. „Livio“.