Bertel Thorvaldsen

dansk-íslenskur myndhöggvari (1770-1844)

Bertel Thorvaldsen (19. nóvember 177024. mars 1844) var dansk-íslenskur myndhöggvari. Bertel hér fullu nafni: Albert Bertel Thorvaldsen.

Málverk af Thorvaldsen eftir Karl Begas frá því um 1820.

Foreldrar breyta

Faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson, tréskurðarmaður, fæddur að Reynistað í Skagafirði árið 1741. Síðar fluttist hann að Miklabæ í Blönduhlíð. Árið 1757 reið Gottskálk ásamt systkinum sínum til Hofsóss til þess að taka skip til Kaupmannahafnar. Eftir það átti Gottskálk heima í Kaupmannahöfn, og þar tók hann sér ættarnafnið Thorvaldsen að þeirrar tíðar hætti. Í heimahúsum hafði hann lært nokkuð til tréskurðar og í Kaupmannahöfn lærði hann myndskurð hjá formanni myndhöggvaragildisins í Kaupmannahöfn. Móðir Bertels hét Karen Dagnes og var fædd í Nørre Nissum á Jótlandi. Faðir Karenar var organisti og djákni í Lemvig á Jótlandi. Gottskálk og Karen gengu í hjónaband árið 1770. Þau voru ekki auðugt fólk og gekk Gottskálki erfiðlega að sjá fjölskyldu sinni farborða með tréskurði.

Skólaár breyta

Á tólfta ári fékk Bertel fyrst að hjálpa föður sínum við tréskurð. Vinur föður hans benti á hæfileika Bertels og sannfærði föður hans um að senda Bertel í listaskóla. Bertel byrjaði ungur í fríhendisteikningu í undirbúningsdeild Fagurlistaskólans í Kaupmannahöfn árið 1781. Fljótlega vann hann til verðlauna skólans, minni silvurverðlaun fyrir mótaða mynd árið 1787. Í skólanum hlaut hann öll þau verðlaun sem í boði voru og þau æðstu, stóru gullverðlaunin, árið 1793 fyrir lágmynd sem tók fyrir efni úr Biblíunni. Þessum verðlaunum fylgdi utanfararstyrkur sem hann fékk þó ekki í hendur fyrr en nokkrum árum seinna. Í ágúst 1796 heldur hann til Rómar, ásamt hundi sínum, Hektori, kveður foreldra sína og sá þá aldrei aftur.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.