Stóra-Kólumbía
Stóra-Kólumbía („Gran Colombia“ á spænsku) er nafn sem notað er í dag fyrir ríki sem spannaði mestallan norðurhluta Suður-Ameríku og suðurhluta Mið-Ameríku frá árinu 1819 til 1831. Landið spannaði svæði sem tilheyrir í dag ríkjunum Kólumbíu, Panama, Venesúela, Ekvador, norðurhluta Perú, vesturhluta Gvæjana og norðvesturhluta Brasilíu.
Lýðveldið Kólumbía | |
República de Colombia | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Höfuðborg | Bógóta |
Opinbert tungumál | Spænska |
Stjórnarfar | Forsetalýðveldi
|
Forseti | Simón Bolívar (1819–30) Domingo Caycedo (1830, 1831) Joaquín Mosquera (1830, 1831) Rafael Urdaneta (1830–31) |
' | |
• Stofnun | 17. desember 1819 |
• Upplausn | 19. nóvember 1831 |
Flatarmál • Samtals |
3.135.913 km² |
Mannfjöldi • Samtals (1822) • Þéttleiki byggðar |
2 469 000 1,14/km² |
Gjaldmiðill | Piastra |
Stóru-Kólumbíu var skipt í Kólumbíu, Venesúela og Ekvador við upplausn ríkisins. Panama hlaut sjálfstæði frá Kólumbíu árið 1903. Þar sem landsvæði Stóru-Kólumbíu samsvaraði nokkurn veginn yfirráðasvæði varakonungsdæmisins Nýja-Granada gerði ríkið einnig tilkall til Karíbahafsstrandar Níkaragva, Moskítóstrandarinnar.
Tilvist Stóru-Kólumbíu einkenndist af baráttu milli stuðningsmanna miðstýrðs ríkis með sterku forsetavaldi og stuðningsmanna ómiðstýrðs ríkjasambands. Auk þess var mikill stjórnmálaágreiningur milli stuðningsmanna stjórnarskrár sem hafði verið sett árið 1821 og þeirra sem vildu fella hana úr gildi með því að skipta ríkinu upp í smærri lýðveldi eða viðhalda sambandinu en skapa enn valdameira forsetaembætti. Stjórnarskrársinnarnir fylktust að baki Francisco de Paula Santander en forsetasinnar fylgdu Simón Bolívar forseta. Mennirnir tveir höfðu verið bandamenn í stríðinu gegn spænskum yfirráðum en árið 1825 hafði ágreiningur þeirra spillt samstarfinu og ollið miklum pólitískum óstöðugleika frá og með því ári.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Gran Colombia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. október 2017.