Alþjóðaklósettstofnunin
(Endurbeint frá Alþjóða klósettstofnunin)
Alþjóðaklósettstofnunin er alþjóðleg samtök tileinkuð vandamálum er varða klósett og hreinlæti. Stofnunin er með aðsetur í Singapúr. Aðildarstofnanir um allan heim eru 17.
Á hverju ári frá 2001 er haldin alþjóðleg ráðsefna um klósett, World Toilet Summit, en samtökin standa einnig fyrir alþjóðlegum vörusýningum eins og World Toilet Expo & Forum sem haldin verður í Bangkok árið 2006.
Stofnunin stendur að því að 19. nóvember er haldinn hátíðlegur sem alþjóðlegi klósettdagurinn.