Bæjarlisti Akureyrar

(Endurbeint frá Listi fólksins)

Bæjarlisti Akureyrar (áður Listi fólksins) er íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur verið í framboði á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga frá árinu 1998.[1] Stofnandi flokksins var Oddur Helgi Halldórsson en hann hafði áður verið virkur meðlimur í Framsóknarflokkinum. Framboðið hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í sveitarstjórnarkosningunum 2010.[2] Bæjarlistinn var annað staðbundið framboð sem hafði náð einum manni inn í bæjarstjórn 2010 en fyrir kosningarnar 2014 sameinuðust Bæjarlistinn og Listi fólksins undir heitinu Bæjarlisti Akureyrar.

Bæjarlisti Akureyrar
Merki Lista fólksins
Merki Lista fólksins
Stofnár 18. mars, 1998
Höfuðstöðvar Óseyri 16, Akureyri
Sæti í bæjarstjórn
Vefsíða www.l-listinn.is

Bæjarlistinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri frá kosningunum 2010. Fyrst með hreinan meirihluta en síðan í samstarfi með öðrum flokkum.

Niðurstöður kosninga

breyta
Ár Oddviti Atkvæði (%) Sæti
1998 Oddur Helgi Halldórsson 11,1 1
2002 Oddur Helgi Halldórsson 17,3 2
2006 Oddur Helgi Halldórsson 9,6 1
2010 Geir Kristinn Aðalsteinsson 45,0 6
2014 Matthías Rögnvaldsson 21,1 2
2018 Halla Björk Reynisdóttir 20,9 2
2022 Gunnar Líndal Sigurðsson 18,7 3


Heimildir

breyta
  1. „Listi fólksins framboðsmál í athugun“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 26. janúar 2011.
  2. L-Listi fólksins fagnar á akureyri