Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir (f. 30. maí 1976) er íslensk stjórnmálakona og Alþingiskona fyrir Samfylkinguna. Hún var kjörin á Alþingi í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2024.
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Bæjarstjóri Ísafjarðar | |||||||
Í embætti 2. júní 2022 – 7. janúar 2025 | |||||||
Forveri | Birgir Gunnarsson | ||||||
Eftirmaður | Sigríður Júlía Brynleifsdóttir | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Bæjarfulltrúi á Ísafirði | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fædd | 30. maí 1976 Ísafirði, Íslandi | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin | ||||||
Maki | Björn Guðnason | ||||||
Börn | 3 | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Arna fæddist 30. maí 1976 á Ísafirði.[1][2] Hún er með BSc-gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.[3] Hún hefur unnið í nýsköpun og atvinnuþróun og við byggðaþróunarverkefni hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[2]
Arna var kjörin í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 sem frambjóðandi Í-listans, kosningabandalags, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins.[3][4] Hún jefur verið bæjarstjóri Ísafjarðar frá júní 2022.[3][5][6] Arna var kjörin ritari Samfylkingarinnar í kosningum í október 2022 þar sem hún sigraði sitjandi ritarann Alexöndru Ýr van Erven.[7][8] Hún hefur setið í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og fjárfestingafélagsins Hvetjandi.[3]
Arna hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður: Í febrúar 2010 og frá október til nóvember 2012 fyrir Ólínu Þorvarðardóttur, í janúar 2012 fyrir Guðbjart Hannesson og í september 2018, maí og október 2019 og frá janúar til febrúar 2020 fyrir Guðjón S. Brjánsson.[9] Arna var kjörin á Alþingi í Alþingiskosningunum 2024.[10][11] Áætlað er að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir taki við af Örnu sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í janúar 2025.[12]
Arna og sambýlismaður hennar, Björn Guðnason, eiga tvær dætur og einn son.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Arna Lára Jónsdóttir“. Reykjavík, Íslandi: Alþingi. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2022. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Bæjarstjórinn að vestan“. xs.is. Reykjavík, Íslandi: Samfylkingin. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 „Arna Lára tekin til starfa sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“. Ísafirði, Íslandi: Ísafjarðarbær. 3. júní 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2023. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ Alexander Kristjánsson (19. október 2022). „Bæjarstjóri Ísafjarðar blandar sér í ritaraslag“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Bæjarstjóri Ísafjarðar vill leiða listann“. Morgunblaðið. Reykjavík, Íslandi. 21. október 2024. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Arna Lára á leið í framboð“. Bæjarins besta. Ísafjörður, Íslandi. 21. október 2024. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ Oddur Þórðarson (29. október 2022). „Arna Lára nýr ritari Samfylkingarinnar“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Arna Lára Jónsdóttir nýr ritari Samfylkingarinnar“. xs.is. Reykjavík: Samfylkingin. 29. október 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2023. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Þingseta - Arna Lára Jónsdóttir - þingsetutímabil og embætti“. Reykjavík, Íslandi: Alþingi. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Kosningar“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ „Úrslit Alþingiskosninga í nóvember 2024“. Morgunblaðið. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
- ↑ Grétar Þór Sigurðsson (3. desember 2024). „Sigríður Júlía nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“. RÚV. Sótt 3. desember 2024.