Rósa Guðbjartsdóttir

Rósa Guðbjartsdóttir (f. 29. nóvember 1965) er íslenskur stjórnmálafræðingur og er bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá árinu 2018.

Rósa er uppalin í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði lengi sem fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni og var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá 2001-2006. Rósa var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007-2009[1], hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006 og verið bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2018.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágrip - Rósa Guðbjartsdóttir (skoðað 7. september 2019)
  2. Hafnarfjordur.is, „Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri“ Geymt 1 október 2020 í Wayback Machine (skoðað 7. september 2019)