Opna aðalvalmynd

Eyþór Laxdal Arnalds (24. nóvember 1964[1]) er íslenskur stjórnmálamaður, tónlistarmaður og stjórnandi í viðskiptalífinu. Hann var forstjóri Strokks Energy, Íslandssíma (nú Vodafone), framkvæmdastjóri hjá OZ og Enpocket sem bæði voru keypt af Nokia.

StjórnmálBreyta

Hann var oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg og formaður bæjarráðs frá 2010-2014.

Eyþór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Í kosningunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða, mest allra flokka[2], en tókst þó ekki að mynda meirihluta. Eyþór situr því í stjórnarandstöðu sem borgarfulltrúi Reykjavíkur.

TilvísanirBreyta

  1. „Dagur í lífi Eyþórs Arnalds“. DV. 26. janúar 2018. Sótt 12. júní 2018.
  2. „Úrslit úr stærstu sveitarfélögum“. Sótt 12. júní 2018.