Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er sveitarfélag á Reykjanesskaga. Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður sameinuðist í eitt sveitarfélag þann 10. júní 2018 eftir að sameining hafði verið samþykkt í kosningum í báðum sveitarfélögunum. Í nóvember 2018 voru íbúar sveitarfélagsins beðnir um að kjósa nafn á sameinaða sveitarfélagið. Nafnið Suðurnesjabær var vinsælast og hlaut 75,3% atkvæða.[1]
Suðurnesjabær | |
---|---|
Sveitarfélag | |
Hvalsneskirkja | |
![]() Merki | |
![]() Staðsetning Suðurnesjabæjar Hnit: 64°01′N 22°39′V / 64.017°N 22.650°A | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi |
Flatarmál – Samtals | 57. sæti 82 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki | 16. sæti 3.925 (2023) 47,87/km² |
Bæjarstjóri | Magnús Stefánsson |
Þéttbýliskjarnar | Sandgerði Garður |
Sveitarfélagsnúmer | 2510 |
Póstnúmer | 245–250 |
sudurnesjabaer.is |
Samanlagður íbúafjöldi Sandgerðis og Garðs var 3.374 þann 1. janúar 2018 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og er nýja sveitarfélagið því næst mannflest á Suðurnesjum á eftir Reykjanesbæ. Í Grindavík voru á sama tíma 3.323 svo að fjöldinn er nánast sá sami.
Bæjarstjóri var ráðinn á fundi bæjarstjórnar þann 18. júlí 2018, Magnús Stefánsson, sem áður gegndi stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Garði, en Sigrún Árnadóttir, fráfarandi bæjarstjóri Sandgerðis sótti ekki um. Magnús tók við embætti þann 15. ágúst.[2]