Þetta er grein um annað nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík. Fyrir það ókomna, sjá framtíð. Ekki má rugla félaginu við samnefnt knattspyrnufélag í Hafnarfirði eða eldriborgarafélag á Seyðisfirði.
Stofnað: 1883
Tegund: Nemendafélag, málfundafélag
Vefsíða framtidin-mr.is
Forseti: Fjóla Ösp Baldursdóttir
Stiftamtmaður: Ólafur Helgi Kjartansson
Gjaldkeri: Einar Jónsson
Amtmaður: Yolanda Wu
Amtmaður: Katrín Tinna Andrésdóttir
Markaðsstjóri: Þór Ástþórsson

Framtíðin er annað tveggja nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík og elsta nemendafélag á Íslandi, stofnað árið 1883. Framtíðin varð til við sameiningu Bandamannafélagsins og Nemendafélagsins Ingólfs. Framtíðin var í upphafi stofnuð til að efla mælsku- og ritlist innan skólans en einnig var það stefna félagsins að halda skemmtanir fyrir nemendur.

Merki Framtíðarinnar

Forsagan

breyta

Bandamannafélagið var fyrsta nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík, stofnað 1. apríl 1867 og var fyrsti forseti þess Valdimar Briem. Félagið var þó lagt niður um nokkurt skeið haustið 1873 en var endurreist tveimur árum síðar.

Árið 1878 var nokkrum félagsmönnum Bandamannafélagsins vikið úr félaginu og í kjölfar þess stofnuðu þeir sitt eigið félag Ingólf. 1883 voru þessi tvö félög þó sameinuð aftur og úr varð félagið Framtíðin.

Á vegum Bandamannafélagsins var gefið út tímaritið Fjölsvinnur. Fyrsti útgáfudagur blaðsins var 6. apríl 1867 og voru alls gefnir út níu árgangar af blaðinu.

Útgáfa

breyta

Félagið Framtíðin gefur út elsta skólablað landsins Skinfaxa sem kom fyrst út 6. janúar 1898. Síðan árið 2010 hefur blaðið verið gefið út með Skólablaðinu, næstelsta skólablaði landsins, og hefur ein ritstjórn annast útgáfu beggja blaðanna. Síðan þá hefur gjarnan verið talað um blöðin tvö sem eitt, Skólablaðið Skinfaxa.

Auk þess gefur það út tímaritið Loka Laufeyjarson nokkrum sinnum á ári. Á hverju skólaári hafa tvær ritstjórnir umsjá með útgáfu blaðsins — ein fyrir áramót og ein eftir áramót. Blaðið var fyrst gefið út skólaárið 19961997 þegar Framtíðin og Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík ákváðu að skólablöðum innan veggja skólans skyldi fjölgað en áður höfðu félögin gefið út skólablaðið Menntaskólatíðindi í sameiningu. Síðarnefnda blaðið fór undir umsjá Skólafélagsins og Framtíðin skóp Loka Laufeyjarson.

Einu sinni á ári, nánar tiltekið á MR-VÍ-daginn, gefur ritstjórn blaðsins út sameiginlegt blað með Kvasi, tímariti NFVÍ, og nefnist blaðið Loki-Kvasir. Blaðinu er dreift í MR og Versló.

Starfsemi

breyta

Lengi vel einkenndist starf félagsins af pólitískri baráttu og var svo að innan félagsins skiptust menn í pólitískar fylkingar og voru stjórnir kosnar og settar af eftir stjórnmálaskoðunum. Margir stjórnmálamenn hafa byrjað feril sinn innan vébanda félagsins og hefur félagið því stundum verið kallað „elsti stjórnmálaskóli landsins“. Áherslan á stjórnmál minnkaði þó með árunum.

Félagið sér um Morfíslið skólans og sá um lið skólans í spurningaþættinum Gettu betur framan af en þurfti að láta það af hendi sökum fjárskorts.

Frúardagur er leikfélag Framtíðarinnar.

Forseti Framtíðarinnar er æðsti embættismaður félagsins og var fyrsti forseti þess Valtýr Guðmundsson. Fyrsti kvenforsetinn var Ingibjörg Pálmadóttir árið 1949 en alls hafa þrettán stúlkur gegnt embættinu af 146 forsetum. Þrír forsetar Framtíðarinnar urðu síðar forsætisráðherra Íslands og tveir urðu síðar forseti Íslands.

Meðal þjóðkunnra einstaklinga sem gegnt hafa stöðu forseta Framtíðarinnar má nefna:

Tenglar

breyta