Bæjarlisti Akureyrar
Bæjarlisti Akureyrar (áður Listi fólksins) er íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur verið í framboði á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga frá árinu 1998.[1] Stofnandi flokksins var Oddur Helgi Halldórsson en hann hafði áður verið virkur meðlimur í Framsóknarflokkinum. Framboðið hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í sveitarstjórnarkosningunum 2010.[2] Bæjarlistinn var annað staðbundið framboð sem hafði náð einum manni inn í bæjarstjórn 2010 en fyrir kosningarnar 2014 sameinuðust Bæjarlistinn og Listi fólksins undir heitinu Bæjarlisti Akureyrar.
Bæjarlisti Akureyrar | |
---|---|
Stofnár | 18. mars, 1998 |
Höfuðstöðvar | Óseyri 16, Akureyri |
Sæti í bæjarstjórn | |
Vefsíða | www.l-listinn.is |
Bæjarlistinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri frá kosningunum 2010. Fyrst með hreinan meirihluta en síðan í samstarfi með öðrum flokkum.
Niðurstöður kosninga
breytaÁr | Oddviti | Atkvæði (%) | Sæti |
---|---|---|---|
1998 | Oddur Helgi Halldórsson | 11,1 | 1 |
2002 | Oddur Helgi Halldórsson | 17,3 | 2 |
2006 | Oddur Helgi Halldórsson | 9,6 | 1 |
2010 | Geir Kristinn Aðalsteinsson | 45,0 | 6 |
2014 | Matthías Rögnvaldsson | 21,1 | 2 |
2018 | Halla Björk Reynisdóttir | 20,9 | 2 |
2022 | Gunnar Líndal Sigurðsson | 18,7 | 3 |
Heimildir
breyta- ↑ „Listi fólksins framboðsmál í athugun“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 26. janúar 2011.
- ↑ L-Listi fólksins fagnar á akureyri