1918
ár
(Endurbeint frá Október 1918)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1918 (MCMXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Janúar - Frostaveturinn mikli. Frosthörkur um allt land. Hafís hindrar skipaumferð fyrir norðan land fram í apríl.
- 21. janúar - 38 stiga frost mældist á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum sem er kuldamet.
- 17. júní - Loftskeytastöðin á Melunum hefur starfsemi.
- Júlí - Þingnefndir Alþingis og Ríkisþingsins danska koma sér saman um frumvarp til nýrra sambandslaga. Samkvæmt þeim á Ísland að verða frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.
- 3. ágúst - Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Fyrsta björgunarsveit sem stofnuð var á Íslandi og forveri Slysavarnarfélags Íslands og Landhelgisgæslunnar.
- September - Frumvarp til nýrra sambandslaga lagt fram á Alþingi og samþykkt með 37 atkvæðum á móti 2.
- 12. október - Kötlugos hefst og stendur til 4. nóvember. Fylgir því mikið jökulhlaup á Mýrdalssandi og myndast Kötlutangi í kjölfar þess.
- 19. október - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandslagasamninginn og var hann samþykktur með rúmlega 90% atkvæða. Kosningaþátttaka var tæplega 44%.
- 19. október - Spánska veikin berst til Íslands og geisar fram í desember. Um 4-500 manns deyja af völdum hennar.
- 30. nóvember - Ásgeirsverslun á Ísafirði hætti starfsemi.
- 1. desember -
- Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur gengur í gildi. Við það falla stöðulögin frá 1871 úr gildi. Lítið er um hátíðahöld, og veldur spánska veikin þar mestu um.
- Vísindafélag Íslendinga er stofnað til að efla vísindi.
- Háskólinn á Bifröst hefur starfsemi.
- Blanda, tímarit Sögufélagsins var fyrst gefið út.
Fædd
- 7. maí - Alfreð Clausen söngvari (d. 1981).
- 8. júlí - Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur og skáld (d. 1994).
- 26. september - Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur (d. 1988).
- 7. desember - Jórunn Viðar, tónskáld (d. 2017).
Dáin
- Júní - Júlíana Jónsdóttir skáldkona (f. 1838).
- 4. ágúst - Jónas Jónasson frá Hrafnagili, prestur og þjóðfræðasafnari (f. 1856).
- 14. nóvember - Torfhildur Hólm, rithöfundur (f. 1845).
- 18. nóvember
- Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), rithöfundur (f. 1873).
- Björn Bjarnason frá Viðfirði, fræðimaður og þjóðsagnasafnari (f. 1873)
Erlendis
breyta- 9. janúar - Orrustan í Bjarnardal í Arisóna: Einn síðasti bardagi frumbyggja Ameríku og Bandaríkjamanna.
- 27. janúar -
- Finnska borgarastyrjöldin hófst.
- Kvikmyndin um Tarzan, Tarzan of the Apes var frumsýnd.
- 28. janúar - Rauði herinn var stofnaður í Rússlandi.
- 6. febrúar - Konur yfir 30 fengu kosningarétt í Bretlandi.
- 16. febrúar - Litáen lýsti yfir sjálfstæði.
- 23. febrúar - Eistland lýsti yfir sjálfstæði.
- 3. mars - Brest-Litovsk-samningurinn: Miðveldin gerðu friðarsamning við Bolsévika í Rússlandi.
- 12. mars - Moskva varð höfuðborg rússneska sovétlýðveldisins.
- 30. mars - Bolsévikar og Armenar bældu niður uppreisn múslima í Baku, Aserbaísjan. 30.000 falla.
- 9. apríl - Bessarabía varð hluti af Rúmeníu.
- 21. apríl - Einn þekktasti herflugmaður allra tíma, Rauði baróninn (Manfred von Richthofen) , var skotinn niður nálægt ánni Somme.
- 24. maí - Konur í Kanada, utan Quebec, fengu kosningarétt.
- 28. maí - Armenía og Aserbaísjan lýstu yfir sjálfstæði.
- 12. júlí - Japanska herskipið Kawachi sprakk og yfir 600 létust. Skotfærageymsla sprakk í skipinu.
- 17. júlí - Rómanovættin, ætt rússneskra keisara, var tekin af lífi í Katrínarborg.
- 18. október - Tékkóslóvakía lýsti yfir sjálfstæði.
- 29. október - Slóvenía, Króatía og Serbía lýstu sig sjálfstæð frá Austurríki-Ungverjalandi.
- 31. október - Ungverjaland sleit sambandi sínu við Austurríki.
- 11. nóvember -
- Fyrri heimsstyrjöldinni lauk með því að Þjóðverjar lögðu niður vopn.
- Austurríkiskeisari sagði af sér og embættið var lagt niður. Habsborgaraveldið leið því undir lok.
- Pólland lýsti yfir sjálfstæði.
- Nóvember - Sambandslagasamningur Íslands og Danmerkur samþykktur á Ríkisþingi Dana með 42 atkvæðum gegn 15 í efri deild og 100 atkvæðum gegn 20 í neðri deild.
- 14. nóvember - Tomáš Masaryk varð forseti Tékkóslóvakíu.
- 18. nóvember - Lettland lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi.
- 23. nóvember - Breski herinn myndaði herstjórn í Palestínu.
- 28. nóvember - Þýska keisaradæmið var lagt niður.
- 1. desember - Konungsríkið Júgóslavía (síðar Júgóslavía) var stofnað og samanstóð af Serbíu, Króatíu og Slóveníu.
- Desember -Rauði herinn réðst inn í Eystrasaltslöndin. Þau urðu hluti Sovétríkjanna stuttu síðar.
- Nýlendan Þýska Austur-Afríka var aflögð.
- Spænska veikin geisaði um heiminn.
Fædd
- 15. janúar - Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalands (d. 1970).
- 28. janúar - Bob Hilliard, bandarískur textahöfundur (d. 1971).
- 4. febrúar - Ellen Marie Magerøy, norskur listfræðingur (d. 2009).
- 9. mars - George Lincoln Rockwell, stofnandi Ameríska Nasistaflokksins (d. 1967).
- 9. apríl - Jørn Utzon, danskur arkitekt (d. 2008).
- 18. apríl - Gabriel Axel, danskur leikstjóri (d. 2014).
- 11. maí - Richard Feynman, bandarískur eðlisfræðingur (d. 1988).
- 12. júlí - Ian Proctor, enskur skútuhönnuður (d. 1992).
- 14. júlí - Ingmar Bergman, sænskur leikstjóri (d. 2007).
- 18. júlí - Nelson Mandela, suðurafrískur stjórnmálamaður (d. 2013).
- 16. október - Henri Vernes, belgískur rithöfundur.
- 17. október - Rita Hayworth, bandarísk leikkona (d. 1987).
- 24. október - Daniel Burley Woolfall, enskur forseti FIFA (f. 1852).
- 11. nóvember - Stubby Kaye, bandarískur leikari (d. 1997).
- 7. desember - Max Merkel, austurrískur knattspyrnuþjálfari (d. 2006).
- 11. desember - Aleksandr Solzhenitsyn, rússneskur rithöfundur (d. 2008).
- 23. desember - Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands (d. 2015)
- 25. desember - Anwar Sadat, forseti Egyptalands (d. 1981).
Dáin
- 6. janúar - Georg Cantor, þýskur stærðfræðingur (f. 1845).
- 25. mars - Claude Debussy, franskt tónskáld (f. 1862).
- 28. apríl - Gavrilo Princip, morðingi Frans Ferdinands, (f. 1894).
- 17. júlí
- Nikulás 2., Rússakeisari (f. 1868).
- Anastasia, yfirhertogaynja af Rússlandi (f. 1901).
- 9. nóvember - Guillaume Apollinaire, franskt skáld (f. 1880).
- Eðlisfræði - Max Planck
- Efnafræði - Fritz Haber
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið