Torfhildur Hólm (2. febrúar 184514. nóvember 1918) var íslenskur rithöfundur. Hún var fyrsti íslenski rithöfundurinn sem skrifaði sögulegar skáldsögur og hún var einnig fyrsta íslenska konan sem skrifaði skáldsögur.

Ungdómsár og Vesturheimur

breyta

Torfhildur fæddist á Kálfafellsstað í Skaftafellsýslu 2. febrúar 1845. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Einarson prestur og Guðríður Torfadóttir. Torfhildur lagði stund á ensku og hannyrðanám í Reykjavík. Hún giftist Jakobi Hólm verslunarstjóra á Hólanesi nyrðra en varð ung ekkja því maður hennar lést eftir eins árs hjónaband. Torfhildur flutti til Vesturheims árið 1876 og fyrstu smásögur hennar birtust árið 1878 í vestur-íslenska blaðinu Framfara.

Fyrstu listamannslaunin

breyta

Torfhildur kom aftur til Íslands árið 1889. Alþingi ákvað að veita henni skáldalaun 500 krónur á ári. Torfhildur var fyrsti Íslendingurinn til að fá listamannalaun. Torfhildur gaf út bókmenntatímaritið Draupnir á árunum 1891 til 1908 og tímaritið Dvöl á árunum 1901 til 1917. Verk Torhildar voru vinsæl meðal almennings en síður meðal gagnrýnenda. Sjá má áhrif frá Torfhildi í verkum Halldórs Laxness Íslandsklukkunni og fyrsta skáldsaga Halldórs var að hans eigin sögn verkið Afturelding sem dregur nafn sitt frá skáldsögu Torfhildar Eldingu. Ein sögupersóna Halldórs ber nafnið Garðar Hólm.

Torfhildur í augum bókmenntafræðinga

breyta

Soffía Auður Birgisdóttir taldi hana vera „brautryðjanda á sínu sviði“ og að hún „hikaði ekki við það að fara inn á „svið karlmanna““.[1] Einnig taldi hún verk hennar vera aðalega siðferðislegs eðlis, og Torfhildur virðist hafa frekar reynt að bæta siðferði og trúarlíf Íslendinga en að koma fram róttækum hugmyndum kvenfrelsis.[1]

Ritverk

breyta

Sögulegar skáldsögur

  • Brynjólfur Sveinsson biskup (kom fyrst út árið 1882)
  • Elding (Útgefin 1889. Gerist á Landnámsöld, 870-1030)
  • Jón biskup Vídalín
  • Jón biskup Arason
  • Högni og Ingibjörg

Smásögur

  • Spekingurinn og heimskinginn (Framfari, 1878)[2]
  • Andvari (Framfari, 1878)
  • Guð heyrir börnin (Framfari, 1878)
  • Stjarnan mín (Framfari, 1878)
  • Seint fyrnist forn ást (Framfari, 1879)
  • Tárablómið (Framfari, 1879)
  • Heiðarbærinn (Framfari, 1879)
  • Týndu hringarnir
  • Tíbrá

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Sögur, ljóð og líf, blaðsíða 35.
  2. Eggert Ó Briem. „[Ritdómur um verk Torfhildar]“. Norðanfari.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.