Loftskeytastöðin á Melunum

Loftskeytastöðin á Melunum er fyrsta loftskeytastöðin á Íslandi sem bæði gat tekið á móti og sent loftskeyti. Stöðin hóf starfsemi á Melunum í Reykjavík 17. júní 1918. Þetta ár komst því Ísland í fyrsta sinn í eiginlegt þráðlaust samband við umheiminn.

Á loftskeytastöðinni voru 77 metra há möstur sem gátu sent skeyti um 750 km í dagsbirtu en það samsvarar um það bil vegalengdinni á milli Íslands og Færeyja.

Í myrkri var mögulegt að senda loftskeyti allt að 1500 km vegalengd. Öll fjarskipti við skip fóru fram með Morse-kóða.[1]

Húsnæði Loftskeytastöðvarinnar á Melunum var byggt árið 1915 og stendur við Brynjólfsgötu 5.[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?“. Vísindavefurinn. Sótt 3. október 2019.
  2. Mbl.is, „Loftskeytastöðin í umsjá Háskólans“ (skoðað 27. janúar 2021)