Jakobína Sigurðardóttir

Jakobína Sigurðardóttir (8. júlí 191829. janúar 1994) var íslenskur rithöfundur og skáld. Jakobína fæddist í Hælavík í Sléttuhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu og ólst upp þar fram á unglingsár. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, er bjó í Hælavík en varð síðar símstöðvarstjóri á Hesteyri, og kona hans, Stefanía Halldóra Guðnadóttir húsfreyja.

Jakobína stundaði nám við Ingimarsskólann í Reykjavík og nam utanskóla við Kennaraskóla Íslands í hálfan vetur. Árið 1949 fluttist hún að Garði í Mývatnssveit, þar sem hún síðan var húsfreyja. Eiginmaður hennar var Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði. Jakobína var með þekktustu rithöfundum landsins á sinni tíð og var í heiðurslaunaflokki listamanna á efri árum. Hún skrifaði bæði skáldsögur og ljóð. Sönglög hafa verið samin við mörg ljóða hennar. Hún var sósíalisti og tók virkan þátt í baráttunni gegn bandaríska setuliðinu í Keflavík og Nató-aðild Íslands. Ævisaga hennar Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur kom út hjá Máli og menningu 2019.

Börn Jakobínu og Þorgríms Starra:

  • Stefanía 1950-2013
  • Sigrún Huld 1952
  • Sigríður Kristín 1956
  • Kári 1959

Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur var meðal systkina hennar.

Ritverk breyta

Skáldsögurnar Dægurvísa, Snaran og Lifandi vatnið voru allar valdar sem framlag Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda. Jakobína hlaut bókmenntaverðlaun Ríkisútvarpsins 1979.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.