Guillaume Apollinaire

Guillaume Apollinaire (fæddur Wilhelm Albert Włodzimierz Apolinary de Kostrowick; 26. ágúst 18809. nóvember 1918) var franskt skáld af pólskum uppruna. Hann er eitt af mikilvægustu skáldum Frakklands frá upphafi 20. aldar. Hann tók þátt í ýmsum framúrstefnuhreyfingum, þar á meðal kúbismanum (í gegnum Puteaux-hópinn). Hann notaði fyrstur orðið súrrealismi í innganginum að leikriti sínu Les mamelles de Tirésias frá 1917.

Guillaume Apollinaire (left) and André Rouveyre, 1914.

Með þekktustu verkum hans eru ljóðasafnið Alcools frá 1913. Myndljóð Apollinaires komu fyrst út í ljóðasafni skömmu eftir að hann lést.

Í upphafi Fyrri heimsstyrjaldar skráði Apollinaire sig í franska herinn eftir að hafa sótt um franskan ríkisborgararétt (sem hann fékk árið 1916). Hann særðist á höfði þegar sprengjubrot hæfði hann þar sem hann sat og las í skotgröf sinni. Hann lést úr spænsku veikinni 1918.

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.