Sprengingin mikla í Halifax
Sprengingin mikla í Halifax er sprenging sem varð að morgni dags 6. desember 1917 í höfninni í Halifax í Nova Scotia. Sprengingin stafaði af því að tvö skip rákust á og var annað hlaðið sprengiefni en hitt var bensínskip. Skipin voru norska birgðaskipið Imo og franska herskipið Mont Blanc. Mont Blanc var á leið til vígstöðvanna í Evrópu og átti að bíða eftir skipalest í Halifax. Enginn farmur var í Imo. Í Mont Blanc var gríðarlegt magn af sprengiefni þar voru 21839 heil- og hálftunnur af pikriksýru, 682 kassar af sprengiþræði, 5000 kassar af TNT sprengiefni og 494 tunnur af Bensol. Voru þessar tunnur flestar á dekki skipsins. Skipið sigldi ekki undir rauðum merkjafána eins og því bar að gera þar sem það flutti sprengiefni. Þegar séð varð að árekstri yrði ekki forðað setti áhöfn Mont Blanc út björgunarbáta og réru frá skipinu sem þá rak stjórnlaust og brennandi upp að hafnarmannvirki í Halifax og rakst í það. Kom slökkvilið Halifax strax á vettvang en skömmu seinna sprakk Mont Blank í loft upp. Það liðu 20 mínútur frá árekstri skipanna þar til sprengingin varð. Mannfjöldi hafði safnast saman í fjörunni til að fylgjast með björgunarstarfi og flautur skipanna dregið að sér fólk. Margir hlutu augnskaða. Meira en 1900 manns létust samstundis. Um 25000 manns urðu heimilislausir en um 130 hektara svæði í norðurhluta borgarinnar lagðist í rúst. Mont Blanc skipið dreifðist um svæðið í litlum bútum og fundust sumir 6 km frá sprengjustað. Rúður brotnuðu í húsum í 80 km fjarlægð frá sprengingarstaðnum. Talið er að þetta sé öflugasta sprenging sem orðið hefur af manna völdum fyrir utan kjarnorkusprengjur.
Íslenska skipið Lagarfoss var á þessum tíma á leið inn höfnina í Halifax og var hafnsögumaður að koma um borð þegar sprengingin kvað við. Skipverjar á skipinu lýsa sprengingunni svona:
- „Frá okkur leit þetta þannig út, að eftir að drunurnar og loftþrýstingurin rénaði þá sást fyrst geysileg reykjarsvæla, grá að lit, er virtist veltast upp á við í fleiri hundruð metra hæð, einna líkast því að skýin væru að endurkastast frá jörðinni með feikna afli. Að lokum fór reykurinn nokkuð að greiðast í sundur og sáust þá logandi eldtungur út reykjarmekkinum. Var þá einn borgarhluti Halifaxborgar byrjaður að brenna. Einnig hafði kviknað í mörgum skipum og hafnarvirkjum.“
-
Skipið Imo eftir sprenginguna
-
Rústir einnar byggingar sem eyðilagðist í sprengingunni
-
Úr neyðarspítala sem settur var upp eftir sprenginguna
Heimildir
breytaTenglar
breyta- Halifax Explosion (CBC)
- Explosion in Halifax Harbour: The illustrated account of a disaster that shook the world, David B. Flemming, Formac Publishing, 2004.
- The Halifax Explosion December 6, 1917 Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine, Graham Metson, McGraw-Hill Ryerson Limited, 1978.
- Catastrophe and Social Change: Based upon a sociological study of the Halifax Disaster, Samuel Henry Prince, AMS Press, 1968.
- Scapegoat, the extraordinary legal proceedings following the 1917 Halifax Explosion, Joel Zemel, SVP Productions, (2012)