Laugardalshöll

íþrótta- og viðburðarhús í Reykjavík

Laugardalshöll er um 6.500 íþrótta-, tónleika-, sýningar- og ráðstefnuhöll í Laugardalnum í Reykjavík. Laugardalshöll var lengi vel stærsta íþrótta- og tónleikahús landsins og hefur í gegnum tíðina hýst ýmsa stórviðburði eins og tónleika Led Zeppelin 1970, skákeinvígi Fischers og Spasskíjs 1972 og Heimsmeistaramótið í handbolta 1995. Í Laugardalshöll hafa auk þess oft verið haldnar stórar vörusýningar, svo sem heimilissýningarnar og atvinnuvegasýningar af ýmsu tagi.

Ísland - Frakkland Laugardalshöll, apríl 2010

Laugardalshöllin var hönnuð af Gísla Halldórssyni og Skarphéðni Jóhannssyni 1959 og byggð af Reykjavík og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Framkvæmdir hófust 29. ágúst 1959, en var stoppuð tvisvar, fyrst vegna fjárskorts og svo vegna verkfalls.[1] Þakið var steypt á þremur dögum í september 1963 og verkinu lauk 1965. Fyrsti leikurinn var 4. desember 1965 á milli HCB Karviná og Fram.

Fyrsta viðbyggingin var byggð austan megin við bygginguna til að auka fjölda áhorfenda fyrir heimsmeistaramótið í handbolta 1995. Eftir mótið var stækkuninni breytt í líkamsræmtaraðstöðu fyrir hafnabolta en hýsir núna ráðstefnur og geymslurými.[1]

Í september 2004 var tilkynnt að 9.500 metra viðbygging yrði byggð við höllina fyrir frjálsar íþróttir sem einnig gæti hýst aðra viðburði. Viðbyggingin er með 200 metra hlaupabraut og framkvæmdum lauk 2005.

2017 ákvað ÍBR að gera fýsileikakönnun á byggingu nýs fjölnota íþróttaleikvangi[2] en honum var hafnað vegna kostnaðar. Höllin mætir ekki alþjóðareglum handboltans og körfuboltans en spilað er í henni á undanþágu.[3] Í janúar 2020 var ákveðið að mynda starfshóp til að koma með tillögur.[4] Í maí samþykktu borgin og ríkið að búa til leikvang fyrir landsliðin sem yrði deilt með Þrótti og Ármanni.[5]

Í Janúar 2023 var kostnaðurinn áætlaður 14,2 milljarðar króna fyrir 8.600 manna höll. Höllin er áætluð að vera sunnan við núverandi Laugardalshallar byggingar með tengibyggingu.[6] Í maí setti Reykjavík upp deiluskipulag fyrir nýja leikvanginn.[7][8] Í september 2023 tilkynnti formaður undirbúningsnefndar nýju hallarinnar að verklok verði 2026 eða 2027.[9]

Viðburðir

breyta

Eflaust er stærsti viðburðurinn heimsmeistaramótið í skák 1972 þegar Bobby Fischer sigraði þáverandi meistara Boris Spasskí. Kvikmyndin Bobby Fisher Against the World (2011) inniheldur atriði úr höllinni.[10]

Leikvangurinn hýsti heimsmeistaramótið 1995. 2009 hýsti höllin þjóðfundinn 2009[11] og frá 2007 til 2011 hýsti höllin samkomu EVE Online. Síðan 2016 hefur höllin hýst Söngvakeppnina. 2021 hýsti höllin tölvuleikjamótin League of Legends Mid-Season Invational, Valorant Masters og heimsmeistaramót League of Legends.[12][13]

Tónleikar erlendra listamanna

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Fyrstu sjónvarpsmyndirnar úr Laugardalshöll“. RÚV. 7. desember 2015. Sótt 15. apríl 2021.
  2. „Saga íþrótta í Reykjavík - Íþróttabandalag Reykjavíkur“. www.ibr.is. Sótt 15. apríl 2021.
  3. „Málefni Laugardalshallar á byrjunarstigi“. RÚV. 2. september 2018. Sótt 15. apríl 2021.
  4. „Undirbúningur vegna þjóðarleikvangs fyrir innanhússíþróttir hafinn“. www.stjornarradid.is. 10. janúar 2020. Sótt 4. maí 2021.
  5. Kolbeinn Tumi Daðason. „Ný þjóðahöll sem leysi vandamálið rísi í Laugardal árið 2025 - Vísir“. visir.is. Sótt 6. maí 2022.
  6. Viktor Örn Ásgeirsson (13. janúar 2023). „Kostnaður við þjóðarhöll rúmir 14 milljarðar - Vísir“. visir.is.
  7. Máni Snær Þorláksson (15. mars 2023). „Gera ráð fyrir þjóðahöll í deilskipulagsbreytingu - Vísir“. visir.is.
  8. „Vilja stækka lóðarmörk fyrir nýja þjóðarhöll“. www.mbl.is.
  9. Aron Guðmundsson (13. september 2023). „Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 - Vísir“. visir.is.
  10. Conolly, Jez and Caroline Whelan. World Film Locations: Reykjavik. Intellect Books. Page 100. ISBN 9781841506418.
  11. „Fréttaskýring: Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga“. mbl.is. 11. nóvember 2009. Sótt 16. apríl 2021.
  12. Porter, Matt (1. mars 2021). „League of Legends MSI 2021 is reportedly set to go ahead in Reykjavik, Iceland“. Metro. Sótt 16. apríl 2021.
  13. „LoL Esports“. lolesports.com. Sótt 13. september 2021.

Tengill

breyta

64°08′25″N 21°52′41″V / 64.140305°N 21.877985°V / 64.140305; -21.877985