Anthony Trollope (f. 24. apríl 1815, d. 6. desember 1882) var breskur rithöfundur. Hann var einn afkastamesti og vinsælasti rithöfundur Viktoríutímabilsins.

Anthony Trollope.

Hann heimsótti Ísland með skemmtiferðaskipinu Mastiff árið 1878 og gaf út ferðabók um reisu sína, How the 'Mastiffs' Went to Iceland (1878). Bókin kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Guðmundssonar sem Íslandsferð Mastiffs árið 1960 og innihélt teikningar Trollopes frá ferðinni og ljósmyndir. Meðal ferðamanna var málarinn Jemima Blackburn. Sagt er frá fjölmennri ferð hópsins til Þingvalla og Geysis í bókinni Þóra biskups um Þóru Pétursdóttur (1847-1917) sem var með í ferðinni.

Tenglar

breyta