Tómas af Aquino

Ítalskur heimspekingur og guðfræðingur (1225–1274)

Heilagur Tómas af Aquino eða Tómas frá Akvínó (um 1225 – 7. mars 1274) var ítalskur guðfræðingur og skólaspekingur. Hann er fremstur hinna eldri stuðningsmanna náttúruguðfræði með tilvísun til Aristótelesar og upphafsmaður tómíska skólans í heimspeki sem lengi var helsta heimspekilega nálgun kaþólsku kirkjunnar. Hann er í rómversku kirkjunni einn kirkjufræðaranna þrjátíu og þriggja.

Vestræn heimspeki
Miðaldaheimspeki
Tómas af Aquino
Nafn: Tómas af Aquino
Fæddur: um 1225
Látinn: 7. mars 1274
Skóli/hefð: Skólaspeki
Helstu ritverk: Summa Theologica
Helstu viðfangsefni: trúarheimspeki, siðfræði, frumspeki, þekkingarfræði, rökfræði
Markverðar hugmyndir: fimm sannanir fyrir tilvist guðs, lögmálið um tvöfaldar afleiðingar
Áhrifavaldar: Aristóteles, Ágústínus, Boethius, Albertus Magnus, Averroes, Anselm, Maímonídes
Hafði áhrif á: John Locke, G.E.M. Anscombe, Philippa Foot

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist sagnfræði og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.