Mörður Árnason (f. 30. október 1953) var þingmaður Samfylkingarinnar frá árinu 2003 til ársins 2007, og hóf aftur störf á alþingi vorið 2010.

Mörður gekk í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1973. Hann gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, árin 1972-1973[1]. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í íslensku og málvísindum eftir nám við Háskóla Íslands og Háskólann í Osló. Á níunda áratugnum var hann starfsmaður Orðabókar Háskólans, blaðamaður hjá Þjóðviljanum og ritstjóri árin 1988–1989. Hann var upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra 1989–1991 og ritstjóri við Bókaútgáfu Máls og menningar og Eddu útgáfu hf. 1991–2003.

Tilvísanir

breyta
  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tengill

breyta


Fyrirrennari:
Gunnar Steinn Pálsson
Forseti Framtíðarinnar
(19721973)
Eftirmaður:
Benedikt Jóhannesson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.