Gerhard Johannes Paul Domagk (fæddur 30. október 1895, dáinn 24. apríl 1964) var þýskur örverufræðingur sem þekktastur er fyrir að hafa uppgötvað fyrsta súlfalyfið, en svo nefnast súlfonamíð sýklalyf sem notuð voru áður en beta-laktam sýklalyf komu á markað. Fyrir uppgötvun sína var honum úthlutað Nóbelsverðlaununum í læknis- og lífeðlisfræði árið 1939. Stjórnvöld nasista í Þýskalandi meinuðu honum þó að veita verðlaununum viðtöku.

Lífvísindi
20. öld
Nafn: Gerhard Domagk
Fæddur: 30. október 1895 í Lagow í Prússlandi (nú Póllandi)
Látinn 24. apríl 1964 í Burgberg í Baden-Württemberg
Svið: Örverufræði
Helstu
viðfangsefni:
Sýklar, einkum streptókokkar
Markverðar
uppgötvanir:
Súlfalyf
Alma mater: Christian-Albrechts háskólinn í Kiel
Helstu
vinnustaðir:
Háskólinn í Münster
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1939

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.