Francisco I. Madero

Forseti Mexíkó (1873-1913)

Francisco Ignacio Madero González (30. október 1873 – 22. febrúar 1913) var mexíkóskur stjórnmálamaður, rithöfundur og byltingarmaður sem var 33. forseti Mexíkó, frá árinu 1911 þar til hann var drepinn árið 1913.[1][2][3][4] Hann talaði fyrir samfélagsréttlæti og lýðræði. Madero er einna helst þekktur fyrir að bjóða sig fram á móti einræðisherranum Porfirio Díaz í forsetakosningum árið 1910 og fyrir að vera einn af forsprökkum mexíkósku byltingarinnar.

Francisco I. Madero
Forseti Mexíkó
Í embætti
6. nóvember 1911 – 19. febrúar 1913
VaraforsetiJosé María Pino Suárez
ForveriFrancisco León de la Barra
EftirmaðurPedro Lascuráin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. október 1873
Parras de la Fuente, Coahuila, Mexíkó
Látinn22. febrúar 1913 (39 ára) Mexíkóborg, Mexíkó
DánarorsökMyrtur
StjórnmálaflokkurFramsækni stjórnarskrárflokkurinn
MakiSara Pérez
HáskóliHEC Paris
Kaliforníuháskóli
StarfStjórnmálamaður

Madero fæddist inn í moldríka landeignarfjölskyldu í norðurhluta Mexíkó. Hann var óvenjulegur stjórnmálamaður sem hafði aldrei gegnt embætti áður en hann bauð sig fram til forseta árið 1910. Í bók sem hann gaf út árið 1908 hvatti Madero kjósendur til að koma í veg fyrir að Porfirio Díaz yrði endurkjörinn í sjötta sinn, sem Madero taldi andlýðræðislegt. Hugsjón hans var sú að Mexíkó yrði lýðræðislegra á tuttugustu öldinni án þess að rígur þyrfti að myndast milli samfélagsstétta. Í því skyni fjármagnaði hann Andendurkjörsflokkinn (sem seinna varð Framsóknarstjórnarskrárflokkurinn) og hvatti Mexíkana til þess að rísa upp gegn Díaz, sem þeir gerðu í byrjun byltingarinnar 1910.

Mótkjör Madero gegn Díaz var stutt víða um Mexíkó því hann þótti sjálfstæður bæði fjárhagslega og hugmyndafræðilega og hugrakkur fyrir að skora Díaz á hólm.[5] Hann var handtekinn stuttu eftir að flokkur hans tilkynnti að hann yrði framjóðandi þeirra en slapp stuttu seinna úr fangelsi og hvatti til uppreisnar með San Luis Potosí-áætluninni í Bandaríkjunum. Þetta er talið marka upphaf mexíkósku byltingarinnar.

Eftir að Díaz sagði af sér þann 25. maí 1911 með undirritun sáttmála í Ciudad Juárez varð Madero valdamesti stjórnmálaleiðtogi landsins. „Maderistar,“ fylgismenn Madero, kölluðu hann „caudillo de la Revolción“ (leiðtoga byltingarinnar). Hann var kjörinn forseti þann 15. október 1911 með nærri því 90% atkvæða. Hann sór forsetaeiðinn þann 6. nóvember 1911 og varð þá einn yngsti forseti Mexíkó, þá 38 ára að aldri. Þrátt fyrir að vera mjög vinsæll meðal almennings mætti ríkisstjórn Madero fljótt mótstöðu bæði á meðal róttækustu byltingarmannanna og stuðningsmanna gömlu stjórnarinnar.

Í febrúar 1913 var framið valdarán í Mexíkóborg undir stjórn Victoriano Huerta hershöfðingja. Madero var handtekinn og stuttu síðar tekinn af lífi ásamt varaforseta sínum, José María Pino Suárez þann 22. febrúar 1913 eftir það sem kallað hefur verið „grátlegu dagarnir tíu“ (la Decena Trágica). Dauði Madero og Pino Suárez leiddi til bakslags allrar þjóðarinnar sem leiddi til þess að einræðisstjórn Huerta féll aðeins sautján mánuðum síðar. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið 1917 af „maderistanum“ Venustiano Carranza forseta.

Tilvísanir

breyta
  1. Krauze, bls. 250
  2. Flores Rangel, Juan José. Historia de Mexico 2, bls. 86. Cengage Learning Editores, 2003
  3. Schneider, Ronald M. Latin American Political History, bls. 168. Westview Press, 2006
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. október 2016. Sótt 17. júlí 2017.
  5. Cumberland, Charles C. Mexican Revolution: Genesis Under Madero. Austin: University of Texas Press 1952, bls. 70.


Fyrirrennari:
Francisco León de la Barra
Forseti Mexíkó
(6. nóvember 191119. febrúar 1913)
Eftirmaður:
Pedro Lascuráin