William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland

William Henry Cavendish-Bentinck, þriðji hertoginn af Portland (14. apríl 1738 – 30. október 1809), var breskur stjórnmálamaður úr röðum Vigga og Torýa sem starfaði seint á georgíska tímabilinu. Hann var kanslari Oxford-háskóla og tvisvar forsætisráðherra Bretlands, árið 1783 og aftur frá 1807 til 1809. Þetta 24 ára hlé milli ráðherratíða hans er hið lengsta af öllum forsætisráðherrum Bretlands. Fyrir árið 1762 var hann kallaður Markgreifinn af Titchfield. Portland bar á ævi sinni alla mögulega aðalstitla í breska aðalskerfinu: Hann var hertogi, markgreifi, jarl, vísigreifi og barón. Portland er langalangalangafi Elísabetar 2. Bretlandsdrottningar í gegnum móðurömmu hennar.

Hertoginn af Portland
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
2. apríl 1783 – 19. desember 1783
ÞjóðhöfðingiGeorg 3.
ForveriJarlinn af Shelburne
EftirmaðurWilliam Pitt yngri
Í embætti
31. mars 1807 – 4. október 1809
ÞjóðhöfðingiGeorg 3.
ForveriWilliam Grenville
EftirmaðurSpencer Perceval
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. apríl 1738
Nottinghamshire, Englandi
Látinn30. október 1809 (71 árs) Westminster, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurTorýar
MakiDorothy Cavendish (g. 1766; d. 1794)
Börn4
HáskóliChrist Church (Oxford)
Undirskrift

Æviágrip

breyta

William Cavendish-Bentinck var sonur Williams Bentinck, annars hertogans af Portland, og Margaretar Cavendish Harley. Í lok ársins 1761 var hann kjörinn á breska þingið fyrir Weobley-kjördæmi.[1]

Þegar faðir hans lést þann 1. maí 1762 varð Cavendish-Bentinck hertogi af Portland.[1] Portland var í fyrstu í stjórnarandstöðu en gegndi ýmsum mikilvægum embættum og var um hríð landstjóri Írlands. Árið 1783 varð hann forsætisráðherra Bretlands í hinni svokölluðu Fox-North-samsteypustjórn þar sem Charles James Fox og North lávarður réðu þó mestu. Á ráðherratíð hans var friðarsáttmáli í París undirritaður og endi bundinn á bandaríska frelsisstríðið. Ríkisstjórnin hrundi eftir að hún tapaði atkvæðagreiðslu um umbætur á Austur-Indíafélaginu. Georg 3. hafði lýst því yfir að hann myndi líta á alla aðalsmenn sem greiddu atkvæði með umbótunum sem persónulega óvini.[2]

Portland varð forsætisráðherra á ný árið 1807 þegar stuðningsmenn hins nýlátna William Pitt yngri komust aftur til valda. Portland var aftur valdalítill í ríkisstjórninni og gegndi forsætisráðherraembættinu aðallega þar sem hann var þóknanlegur öllum meðlimum hennar. Ríkisstjórnin hrundi eftir hneykslismál í kjölfar þess að tveir meðlimir hennar, George Canning og Castlereagh lávarður, háðu einvígi.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 David Wilkinson, „Bentinck, William Henry Cavendish Cavendish-, third duke of Portland (1738–1809)“, Oxford Dictionary of National Biography, Oxford University Press, 2004, janúar 2008.
  2. Wilkinson, David (2003). The Duke of Portland - Politics and Party in the Age of George III'. Basingstoke, UK and New York: Palgrave Macmillan. bls. 56.


Fyrirrennari:
Jarlinn af Shelburne
Forsætisráðherra Bretlands
(2. apríl 178319. desember 1783)
Eftirmaður:
William Pitt yngri
Fyrirrennari:
William Grenville
Forsætisráðherra Bretlands
(31. mars 18074. október 1809)
Eftirmaður:
Spencer Perceval