Jón Jónsson (tónlistarmaður)

íslenskur tónlistamaður og fyrrverandi fótboltamaður

Jón Ragnar Jónsson (f. 30. október 1985) er íslenskur tónlistamaður og fyrrverandi fótboltamaður. Hann hefur gert þrjár plötur, Wait for Fate árið 2011, Heim árið 2014 og Lengi lifum við árið 2021.

Jón Jónsson
Jón Jónsson árið 2011
Fæddur
Jón Ragnar Jónsson

30. október 1985 (1985-10-30) (38 ára)
StörfSöngvari
Ár virkur2010–í dag
ÆttingjarFriðrik Dór (bróðir)
Tónlistarferill
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
Meðlimur íIceGuys
Vefsíðawww.jonjonsson.is

Jón hefur tekið þátt í sjónvarpsverkefnum, meðal annars var hann einn dómara í Ísland Got Talent og var með fjölskylduþátt á laugardögum sem hét Fjörskyldan, þar sem fjölskyldur kepptust við aðrar fjölskyldur á árunum 2017-2018. Hann var líka kynnir Söngvakeppninnar 2018.

Árið 2023 stofnaði hann strákahljómsveitina IceGuys.[1]

Æska og menntun

breyta

Bróðir Jóns er poppsöngvarinn Friðrik Dór. Hann stundaði nám í háskólanum í Boston í fótboltastyrk. Meðan hann var í háskóla stundaði hann leiklist og samdi tónlist.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Wait for Fate (2011)
  • Heim (2014)
  • Lengi lifum við (2021)

Tilvísanir

breyta
  1. Einarsdóttir, Júlía Margrét (22. desember 2023). „„Hvað er ég búinn að koma mér út í núna?" - RÚV.is“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.