Jón Jónsson (tónlistarmaður)
íslenskur tónlistamaður og fyrrverandi fótboltamaður
- Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Jón Jónsson.
Jón Ragnar Jónsson (fæddur 30. október 1985 í Hafnarfirði) er íslenskur tónlistamaður og fyrrverandi fótboltamaður. Hann hefur gert tvær plötur, Wait for Fate árið 2011 og Heim árið 2014.

Jón hefur tekið þátt í sjónvarpsverkefnum, meðal annars var hann einn dómara í Ísland Got Talent og var með fjölskylduþátt á laugardögum sem hét Fjörskyldan, þar sem fjölskyldur kepptust við aðrar fjölskyldur á árunum 2017 - 2018. Hann var líka kynnir Söngvakeppninnar 2018.
Æska og menntun Breyta
Bróðir Jóns er poppsöngvarinn Friðrik Dór. Hann stundaði nám í háskólanum í Boston í fótboltastyrk. Meðan hann var í háskóla stundaði hann leiklist og samdi tónlist.