Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar Gunnarsson (f. 22. apríl 1989) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Al-Arabi í Katar og íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Staða hans á vellinum er varnarsinnaður miðjumaður eða miðlægur miðjumaður. Aron var 8 ár hjá Cardiff City. Aron var fyrirliði íslenska landsliðsins 2012-2021. Hann spilaði alla fimm leikina á EM 2016 og var í hópnum fyrir HM 2018. Bróðir Arons er Arnór Þór Gunnarsson sem hefur verið með íslenska handknattleikslandsliðinu.

Aron Gunnarsson
Upplýsingar
Fullt nafn Aron Einar Malmquist Gunnarsson
Fæðingardagur 22. apríl 1989 (1989-04-22) (34 ára)
Fæðingarstaður    Akureyri, Ísland
Hæð 1,81 m
Leikstaða miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Al-Arabi
Númer 17
Yngriflokkaferill
2004-2005 Þór
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2005-2006 Þór 11 (0)
2006-2008 AZ Alkmaar 1 (0)
2008-2011 Coventry City 123 (6)
2011-2019 Cardiff City 263 (25)
2019- Al-Arabi 43 (4)
Landsliðsferill2
2005
2006-2008
2007-2011
2011-
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
7 (2)
16 (1)
11 (1)
101 (5)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des. 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
mars 2023.

Aron Gunnarsson með landsliðinu.

Aron er sakaður um nauðgun ásamt Eggerti Gunnþóri Jónssyni á hóteli í Kaupmannahöfn árið 2010. [1]

  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir Breyta

  1. Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Vísir, sótt 7/12 2021