Áhöfn

starfsfólk sem vinnur að sameiginlegu markmiði, oft á skipi eða í flugvél

Áhöfn er hópur fólks sem starfar saman um borð í skipi, kafbáti, flugvél eða öðru loftfari. Notkun flókinna farartækja þarfnast nokkurra starfsmanna sem taka að sér sérhæfð verkefni og þannig hefur hver áhafnarmeðlimur skilgreinda stöðu um borð samkvæmt þeirri stöðuskipun sem gildir fyrir hverja tegund farartækja.

Áhafnarmeðlimir chileska herskólaskipsins Esmeralda.

Stundum er áhöfn skips kölluð „skipshöfn“. Orðið „flughöfn“ merkir hins vegar ekki áhöfn flugvélar, heldur er annað orð yfir flugvöll.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.