Ragnheiður Jónasdóttir

Ragnheiður Kristín Jónasdóttir (22. apríl 1940) (öðru nafni Christina Sveinsson) er íslensk fegurðardrottning, fyrirsæta og leikkona. Ragnheiður var fyrst íslenskra kvenna að leika í erlendum kvikmyndum.

Foreldrar hennar voru Jónas Sveinsson læknir og síðari kona hans Ragnheiðar Hafstein, sem var dóttir Júliusar Havsteens, sýslumanns á Húsavík. Eignuðust þau tvö börn: Ragnheiði og Þórarin. Ragnheiður stundaði leiklistarnám í Bretlandi á táningsaldri og lék í nokkrum kynningar- og kvikmyndum. Hún var kjörinn „Miss Adria“ árið 1958 á Ítalíu og kölluð „Lollo norðursins“ í þarlendum blöðum í höfuðið á Ginu Lollibridge.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.