Skánn (sænska og danska: Skåne) er hérað í Suður-Svíþjóð með landamæri í norðri að Hallandi, Smálöndum og Blekinge. Héraðið var hluti af Danmörku til ársins 1658. Íbúafjöldi er um 1,2 milljónir.
Höfuðstaður Skánar er borgin Málmey við Eyrarsund. Aðrar stórar borgir eru Lundur og Helsingjaborg.