Mart Laar (f. í Viljandi 22. apríl 1960) er eistneskur stjórnmálamaður. Hann lauk sagnfræðiprófi frá háskólanum í Tartu 1983. Eftir að Eistland varð sjálfstætt ríki á ný, gerðist hann leiðtogi Föðurlandsflokksins (Pro Patria), sem var hægrisinnaður. Hann var forsætisráðherra Eistlands 1992 – 1994 og beitti sér þá fyrir hraðstígum breytingum í átt til frjálsara og opnara hagkerfis. Hann lauk meistaraprófi í sagnfræði frá háskólanum í Tartu 1995. Hann var aftur forsætisráðherra 1999 – 2002. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá háskólanu í Tartu 2005 og hefur skrifað nokkrar bækur um sögu Eistlands, þar á meðal andspyrnuhreyfinguna gegn kommúnistum eftir undirokun landsins 1940. Hann hóf aftur þátttöku í stjórnmálum haustið 2006 og varð varnarmálaráðherra 2011. Laar hélt erindi á ráðstefnu Mont Pelerin Society á Íslandi 2005.

Mart Laar (2007)