Alexander 8. (22. apríl 16101. febrúar 1691) sem hét upphaflega Pietro Vito Ottoboni, var páfi frá 1689 til dauðadags. Hann var af feneyskri aðalsfjölskyldu og tók próf í kirkjurétti við Háskólann í Padúu. Hann hóf störf í Páfagarði í valdatíð Úrbanusar 8. Hann var kjörinn eftirmaður Innósentíusar 11. fyrir milligöngu sendiherra Loðvíks 14. Frakkakonungs, en þá var hann orðinn nær áttræður og lifði aðeins sextán mánuði eftir páfakjör sitt. Á þeim tíma gerði hann lítið markvert nema styðja Loðvík og stunda frændhygli í stórum stíl, sem fyrirrennari hans hafði reynt að draga úr vegna mjög slæmrar fjárhagsstöðu Páfagarðs.

Alexander 8.


Fyrirrennari:
Innósentíus 11.
Páfi
(1689 – 1691)
Eftirmaður:
Innósentíus 12.