Jón Helgason (biskup)
Dr. Jón Helgason (21. júní 1866 – 19. mars 1942) var biskup íslensku Þjóðkirkjunnar á árunum 1917 – 1939 og forstöðumaður Prestaskólans frá 1908 – 1911, en einnig rithöfundur og skrifaði töluvert um sagnfræðileg efni, meðal annars Árbækur Reykjavíkur. Árið 1908 reisti Jón sér veglegt íbúðarhús við Tjarnargötu sem enn stendur.
Foreldrar Jóns voru Helgi Hálfdanarson prestur og síðar lektor Prestaskólans og Þórhildur Tómasdóttir en hún var dóttir Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Jón skráði ævisögu afa síns.
Helstu ritverk
breyta- Uppruni Nýja testamentisins,1904
- Almenn kristnisaga I-IV, 1912-30
- Grundvöllurinn er Kristur, 1915
- Þegar Reykjavík var 14 vetra, 1916
- Hirðisbréf, 1917
- Islands Kirke I-II, Kh. 1922-25
- Kristnisaga Íslands I-II, 1925-27
- Íslendingar í Danmörku, 1931
- Kristur vort líf, predikanir, 1932
- Meistari Hálfdan, 1935
- Hannes Finnsson biskup, 1936
- Jón Halldórsson í Hítardal, 1939
- Tómas Sæmundsson, 1941
- Þeir sem settu svip á bæinn, 1941
- Árbækur Reykjavíkur 1786-1936, 1941
Jón skrifaði einnig fjölda greina.
Tenglar
breyta- Dr. theol. Jón biskup Helgason; Eiríkur Albertsson, Andvari janúar 1944, bls. 3–43.
Fyrirrennari: Þórhallur Bjarnarson |
|
Eftirmaður: Sigurgeir Sigurðsson |