Hannes Pétursson (f. 14. desember 1931) er íslenskt skáld og rithöfundur sem sent hefur frá sér fjölda ljóðabóka og annarra verka og hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar.

Hannes Pétursson fæddist á Sauðárkróki, þar sem hann ólst upp og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og árið 1955, þegar hann var aðeins 23 ára, kom út fyrsta ljóðabók hans, Kvæðabók, sem vakti þegar mikla athygli. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959 og starfaði hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs á árunum 1959-1976.

Hannes hefur sent frá sér fjölda bóka, bæði ljóðabækur, fræðibækur, frásagnarþætti, smásögur og ferðasögur, auk nokkurra þýðinga. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Eldhyl árið 1993 og þýsku Henrik Steffens-verðlaunin 1975. Hann er heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands og er í heiðurslaunaflokki listamannalauna. Bækur eftir hann hafa verið þýddar á nokkur erlend tungumál og fjórar ljóðabóka hans, Stund og staðir, Innlönd, Heimkynni við sjó og 36 ljóð, hafa verið lagðar fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Flest ljóð Hannesar eru óbundin en í þeim má finna mikið af tilvísunum í þjóðlegar hefðir, sagnir og menningararf, þjóðkvæði og þjóðtrú.

Helstu rit

breyta
 • Kvæðabók, 1955.
 • Í sumardölum, 1959.
 • Stund og staðir, 1962.
 • Steingrímur Thorsteinsson, líf hans og list, 1964.
 • Steinar og sterkir litir, 1965.
 • Innlönd, 1968.
 • Rímblöð, 1971.
 • Íslenzkt skáldatal 1.-2., 1973-1976.
 • Ljóðabréf, 1973.
 • Rauðamyrkur, 1973.
 • Óður um Ísland, 1974.
 • Úr hugskoti, 1976.
 • Heimkynni við sjó, 1978.
 • Kvæðafylgsni, 1979.
 • Misskipt er manna láni 1.-3., 1982-1987.
 • 36 ljóð, 1983.
 • Frá Ketubjörgum til Klaustra, 1990.
 • Eintöl á vegferðum, 1991.
 • Eldhylur, 1993.
 • Fyrir kvölddyrum, 2006.
 • Jarðlag í tímanum: minningamyndir úr barnæsku, 2011.
 • Norðlingabók: úr íslenzku þjóðlífi 1-2, 2017 – (kom í verslanir í mars 2018, heildarútgáfa sagnaþátta Hannesar).
 • Haustaugu, 2018

Heimildir

breyta
 • „Bókmenntavefurinn. Skoðað 13. febrúar 2011“.