Gólanhæðir
Gólanhæðir eru landsvæði við botn Miðjarðarhafs sem afmarkast af Yarmuk-á í suðri, Galíleuvatni og Huladal í vestri, Hermonfjalli í norðri og Raqqad Wadi í austri. Gólanhæðir tilheyra Sýrlandi en tveir þriðju hlutar svæðisins eru hersetnir af Ísrael sem lagði þá undir sig í Sex daga stríðinu árið 1967.