Carl Philipp Emanuel Bach

Carl Philipp Emanuel Bach (8. mars 1714, 14. desember 1788) var þýskt tónskáld og einn upphafsmanna klassíska tímabilsins. Hann var annar sonur Johanns Sebastians Bachs og Mariu Barböru Bach. Hann átti upprunalega að fara út í réttarfarsvísindi, og útskrifaðist með gráðu úr þeim 1738, en ákvað þá að snúa sér alfarið að tónlistinni. Þó hann hafi fallið nokkuð í gleymsku á 19. öld, og hafi verið talinn koma illa út í samanburði við föður sinn, var hann eitt áhrifamesta tónskáld klassíska tímabilsins. Joseph Haydn fékk mikinn hluta af menntun sinni með því að skoða verk Bachs, Wolfgang Amadeus Mozart sagði um hann „Hann er faðirinn, við erum börnin“. Hann var eitt fyrsta tónskáldið síðan á tímum Orlande di Lassus og Claudio Monteverdi sem notaði hljómræn blæbrigði á þeirra eigin forsendum, en það er eitt af því sem einkennir mjög tónlist eftir hans tíma og er gott dæmi um þau miklu áhrif sem hann hafði.

Carl Philipp Emanuel Bach