1732
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1732 (MDCCXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Snjóflóð féll á bæinn Brimnes við Seyðisfjörð og níu manns fórust en níu komust af. Fjögurra ára stúlka fannst á lífi eftir níu dægur (fjóra og hálfan sólarhring).
- Landskjálfti var svo mikill á Rangárvöllum að spilltust nærri 40 bæir þar í sveitum.
- Magnús Gíslason varð lögmaður sunnan og austan.
Fædd
- 29. janúar - Magnús Ketilsson, sýslumaður Dalamanna, jarðræktarfrömuður og einn af leiðtogum upplýsingarstefnunnar á Íslandi.
- Hálfdan Einarsson, skólameistari í Hólaskóla (d. 1785).
Dáin
Erlendis
breyta- 21. janúar - Rússland og Íran skrifuðu undir friðarsamninga. Rússland gerði ekki frekara tilkall til landa í Íran.
- 9. febrúar - Sænska austur-indíafélagið hélt sína fyrstu ferð til Kína.
- 23. febrúar - Óperan Orlando eftir Händel frumflutt í London.
- 12. apríl - Kristján 6. skrifaði undir stofnskrá Dansk-asíska félagsins (Dansk Asiatisk Kompagni) sem hafði einokun með verslun í Asíu. Síðar var Danska-Indland stofnað.
- 16. apríl - Nader Khan, hershöfðingi í Íran, steypti Shah Tahmasp II konungi landsins af stóli og lýsti sig konung.
- 12. maí - 10. október - Carl Linné var í rannsóknarleiðangri í Lapplandi.
- 2. júlí - Spánverjar náðu yfirráðum yfir alsírsku borgunum Oran and Mers El Kébir.
- 21. ágúst - Rússinn Mikhail Gvozdev varð fyrsti Evrópubúinn til að fara yfir Beringssund.
- 29. nóvember - Nær 2.000 létust í jarðskjálfta í Konungsríkinu Napólí.
- Genúumenn náðu Korsíku á sitt vald.
Fædd
- 22. febrúar - George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna (d. 1799).
- 31. mars - Joseph Haydn, austurrískt tónskáld (d. 1809).
- 13. apríl - Frederick North, forsætisráðherra Bretlands. (d. 1792).
Dáin