Archie Kao (fæddur 14. desember 1969) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í CSI: Crime Scene Investigation og Power Rangers Lost Galaxy.

Archie Kao
Archie Kao, 2016
Archie Kao, 2016
Upplýsingar
FæddurArchie Kao
14. desember 1969 (1969-12-14) (54 ára)
Ár virkur1996 -
Helstu hlutverk
Archie Johnson í CSI: Crime Scene Investigation
Kai Chen í Power Rangers Lost Galaxy

Einkalíf

breyta

Kao er fæddur í Washington í Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við George Mason-háskólann. Kao var valinn formaður stúdentaráðsins á meðan hann var við nám. Hann ætlaði sér að stunda lögfræðinám og vinna við stjórnmál áður en hann gerðist leikari. Kao bæði talar og skilur mandarín.

Ferill

breyta

Kao byrjaði ferill sinn í sjónvarpsþættinum Maybe This Time frá 1996. Var árið 1999 boðið hlutverk í Power Rangers Lost Galaxy sem Kai Chen/Blue. Hann hefur síðan 2000 komið fram sem reglulegur gestaleikari í CSI: Crime Scene Investigation sem tölvutæknimaðurinn Archie Johnson. Kao hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The One, Thank Heaven og The Hills Have Eyes II.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Milk and Honey Pete
2001 The One Woo
2002 Purpose Kiko
2002 Local Boys David Kamelamela
2002 My Daughter´s Tears Minh Van Canh
2006 Thank Heaven Sam Lee
2006 Fast Money Jin
2007 The Hills Have Eyes II Han
2009 The People I´ve Slept With Jefferson
2011 Snow Flower and the Secret Fan ónefnt hlutverk Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1996 Maybe This Time Takeshi Þáttur: Break a Leg
1996 L.A. Firefighters Peter Þáttur: Fuel and Spark
1997 The Player Nemi Sjónvarpsmynd
1999 Once and Again Steve Þáttur: The Past Is Prologue
1999 Power Rangers Lost Galaxy Kai Chen / Blue 45 þættir
2000 Power Rangers Wild Force General Venjix Þáttur: Forever Red
2004 Century City Barþjónn Þáttur: To Know Her
2004 ER Yuri 2 þættir
2004 Huff Kane Þáttur: That Fucking Cabin
2006 Heroes Læknir Þáttur: Chapter Five ´Hiros´
2008 Desperate Housewives Steve Þáttur: Hello, Little Girl
2001-til dags CSI: Crime Scene Investigation Archie Johnson 96 þættir

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta