Tenochtitlán
Tenochtitlán (upphaflega á nahúatl-tungumálinu: Mēxihco-Tenōchtitlan [meːˈʃíʔ.ko te.noːt͡ʃ.ˈtí.t͡ɬan]) var borgríki asteka á eyju í Texcocovatni í Mexíkódal. Borgin var stofnuð 20. júní 1325. Hún var höfuðborg ríkis asteka þar til Spánverjar lögðu hana undir sig sumarið 1521 og jöfnuðu að hluta við jörðu í kjölfarið. Þeir reistu síðan Mexíkóborg á grunni gömlu borgarinnar og rústir Tenochtitlán má enn sjá í miðborg Mexíkóborgar.
Í borginni bjuggu Astekar, ein af frumbyggjaþjóðum Ameríku. Á þeim tíma réðu Astekar yfir stórveldi á svæði í þar sem Mexíkó er nú. Tenochtitlán er talin hafa verið stofnuð 20. júní og var höfuðborg Asteka-ríkisins. Borgin stækkaði óðum á 15. öld. Spánverjar lögðu borgina undir sig árið 1521 og urðu það endalok Tenochtitlan og astekaveldisins. Í staðinn reistu þeir Mexíkóborg, núverandi höfuðborg Mexíkó.
Í borginni bjuggu rúmlega 200.000 manns þegar hún var hertekin af Spánverjunum. Fremstur í flokki Spánverja var herforinginn Hernán Cortés sem að hafði reynt lengi að ná borginni á sitt vald. Þegar það tókst voru ekki nema 40.000 Astekar eftir í borginni.
Þar sem borgin var byggð á stöðuvatninu Texcoco koma stundum flóð frá vatninu inn í Mexíkóborg og er það eitt af stærstu vandamálum borgarinnar.
Byggingar Tenochtitlán voru gerðar úr timbri eða leir og þökin úr stráum. Mikið af pýramídum voru í borginni en voru þeir gerðir úr steini. Einn þekktasti pýramídi borgarinnar hét Pýramídinn mikli í Tenochtitlán og reis hann í 50 metra hæð yfir borgina. Pýramídinn var rifinn af Spánverjunum árið 1521 til að rýma fyrir húsin þeirra. Astekar stunduðu mannfórnir og voru pýramídarnir gerðir til þess.
Heimildaskrá
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Tenochtitlan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. nóvember 2017.