Málfrelsissjóður
Málfrelsissjóður er sjóður, sem upphaflega stofnaður var 8. nóvember 1977 til verndar málfrelsi á Íslandi og óheftrar listrænnar tjáningar. Hlutverk sjóðsins er að standa straum af kostnaði og miskabótum vegna meiðyrðamála, þegar stjórn sjóðsins telur að verið sé að hefta eðlilega umræðu um mál er hafa almenna samfélagslega eða menningarlega skírskotun. Síðar hafa fleiri sjóðir með sama heiti verið stofnaðir.
Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af málaferlum, sem urðu í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar Varið land.
Í fyrstu stjórn sjóðsins voru eftirfarnadi:
- Jóhann S. Hannesson, menntaskólakennari,
- Jónas Jónasson ritstjóri,
- Páll Skúlason, prófessor,
- Silja Aðalsteinsdóttir, cand. mag
- Thor Vilhjálmsson, rithöfundur.[1]
Stofnendur sjóðsins voru 78 að tölu og meðal þekktra nafna, auk fyrstu stjórnarinnar, má nefna:
- Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar og síðar alþingismaður.
- Atli Heimir Sveinsson, tónskáld
- Guðmundur J. Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi
- Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari
- Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og síðar alþingismaður
- Herdís Þorvaldsdóttir, leikari
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Stúdentaráðs og síðar ráðherra
- Jón Ásgeirsson, tónskáld
- Nína Björk Árnadóttir, skáld
- Ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur
- Pétur Gunnarsson, rithöfundur
- Sigurður Líndal, prófessor
- Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari
- Sigurður Þórarinsson, prófessor
- Tómas Ingi Olrich, sendiherra
- Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður
- Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri og síðar forseti Íslands
- Þorvaldur Skúlason, listmálari[2][3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „78 stofna Málfrelsissjóð“, Þjóðviljinn, 16. nóvember 1977 (skoðað 3. október 2019)
- ↑ „Ávarp vegna stofnunar Málfrelsissjóðs“, Þjóðviljinn, 16. nóvember 1977 (skoðað 3. október 2019)
- ↑ „Ávarp“, Þjóðviljinn, 16. nóvember 1977 (skoðað 3. október 2019)