Edmond Halley (8. nóvember 165614. janúar 1742) var enskur stjörnufræðingur sem er einna þekktastur fyrir að hafa reiknað út sporbaug Halastjörnu Halleys sem nefnd er eftir honum. Á eynni Sankti Helenu gerði hann einnig athuganir á stjörnum á suðurhveli jarðar sem bætti miklu við stjörnukort þess tíma auk þess að gera athuganir á staðvindum og monsúnvindum þar sem hann færði rök fyrir því að hiti sólar hefði áhrif á veðurfar. Eftir að hann sneri aftur til Englands fékkst hann við ýmis viðfangsefni í raunvísindum. Hann kostaði útgáfu höfuðrits Newtons, Principia Mathematica Philosophiae Naturalis, árið 1687. Árið 1720 var hann skipaður konunglegur stjörnufræðingur og hélt þeirri stöðu til dauðadags.

Málverk af Halley frá 1687 eftir Thomas Murray.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.