Wilhelm Conrad Röntgen

Wilhelm Conrad Röntgen (f. 27. mars 1845, d. 10. febrúar 1923) var þýskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði röntgengeislun. Röntgengeislar eru rafsegulbylgjur sem frumeind lætur frá sér þegar rafeind hoppar á milli innstu orkuástanda frumeindarinnar.

Wilhelm Conrad Röntgen.

Þegar Röntgen var við að gera tilraunir með rafmagn þann 8. nóvember 1895 uppgötvaði hann fyrir tilviljun geisla sem hann nefndi upphaflega x-geisla (x er gjarnan látið tákna óþekkta breytu í stærðfræði) en voru síðar nefndir röntgengeislar, þrátt fyrir mótmæli Röntgens sjálfs. Röntgen hlaut heiðursgráðu í læknavísindum hjá Háskólanum í Würzburg fyrir þessa uppgötvun sína og fyrstu nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Röntgen gaf verðlaunaféð til háskólans og hafnaði (líkt og Pierre Curie gerði nokkrum árum síðar) einkaleyfi á uppgötvun sinni af siðferðilegum ástæðum.

Mælieiningin roentgen, sem notuð var fyrir raffræðilegan geislaskammt, er nefnd eftir honum.

Lífsferill

breyta

Röntgen var fæddur í Lennep í Þýskalandi en fjölskylda hans fluttist til Hollands þegar hann var þriggja ára. Hann hóf nám stofnun Martinus Herman van Doorn og síðar við tækniskólanum í Utrecht þaðan sem hann var rekinn fyrir að teikna háðmynd af einum kennaranum, glæpur sem hann staðfastlega neitaði að hafa framið.

Árið 1865 hóf hann nám í Háskólanum í Utrecht og síðar við Tækniháskólann í Zurich þar sem hann lærði vélaverkfræði. Hann hlaut doktorsgráðu frá Háskólanum í Zurich árið 1869 fyrir rannsóknir sínar á gösum.

Árið 1874 varð hann fyrirlesari við Háskólann í Strassborg og ári seinna prófessor við Landbúnaðarháskólann í Hohenheim, Württemberg. Árið 1876 snéri hann aftur til Strassborgar og þá sem prófessor í eðlisfræði. Þremur árum síðar varð hann formaður eðlisfræðideildarinnar við Háskólann í Giessen. Árið 1888 varð hann formaður eðlisfræðideildarinnar við Háskólann í Würzburg og 1900 varð hann formaður eðlisfræðideildarinnar við Háskólann í Munchen þar sem hann dvaldi til æviloka.

Tenglar

breyta
  • „Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?“. Vísindavefurinn.