1266
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1266 (MCCLXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Mikið öskugos varð við Reykjanestá.
- Grænlandsfar brotnaði við Hítarnes á Mýrum. 12 manns fórust.
Fædd
Dáin
- Sighvatur Böðvarsson frá Stað á Ölduhrygg, bróðir Þorgils skarða, dó suður við Rauðahaf í Jórsalaferð (f. 1230).
Erlendis
breyta- 6. janúar - Karl 1. af Anjou var krýndur konungur Sikileyjar og Napólí í Róm af fimm kardínálum þótt Manfreð Sikileyjarkonungur sæti enn á konungsstóli.
- 26. febrúar - Orrustan við Benevento. Her Karls af Anjou vann sigur á þýskum og sikileyskum her undir stjórn Manfreðs Sikileyjarkonungs. Manfreð féll og páfi staðfesti konungskjör Karls.
- Með Perth-sáttmálanum lýkur stríði Skota og Norðmanna um yfirráð yfir Suðureyjum og Mön. Skotar fengu eyjarnar gegn því að greiða Magnúsi lagabæti Noregskonungi háa fjárhæð.
Fædd
- 8. júní - Beatrice Portinari, konan sem Dante elskaði og fékk innblástur af (d. 1290).
Dáin
- 26. febrúar - Manfreð, konungur Sikileyjar og Napólí (f. 1232).
- 21. október - Birgir jarl Magnússon, ríkisstjóri Svíþjóðar (f. um 1210).